13.8.2023 | 11:35
Heilbrigðisþjónusta sem ekki er fyrir sjúklinga
Heilbrigðisþjónusta sem ekki er fyrir sjúklinga. Þótt margt gott megi segja um þá heilbrigðisþjónustu sem í boði er þá eru of mörg tilfelli í þjónustunni sem bera keim af fégræðgi þjónustuaðila. Er þar fremst í flokki svokölluð sjúkraskrá sem í mörgum tilvikum er einhliða skráning án þess að vera sannleikur. Sem dæmi um óskiljanlegan áhuga heilbrigðisstarfsmanna á þeim tilvikum sem kölluð eru sjálfsvíg er einhliða bókun heilbrigðisstarfsmanna. Sjálfsvíg eru skráð skilmerkilega af yfirstjórn heilbrigðismála.
Hver tilgangurinn er með þessari skráningu getur ekki verið í þágu sjúklinga þar sem vísbendingar eru um það að sjálfsvíg má rekja til eitur áhrifa lyfja sem ávísað er eftirlitslaust.
Hvað hafa mörg sjálfsvíg farið fram vegna afleiðinga heilsuskerðingar viðkomandi af völdum hættulegra lyfja. Afleiðingar aukaverkana lyfs sem viðkomandi taldi þess eðlis að framhalds líf yrði hvalræði.
Öll svokölluð lyf geta haft neikvæð áhrif á heilsu sjúklings og sum þeirra eru stór skaðleg.
Á Íslandi er engin örugg skráning á hinni neikvæðu virkni svokallaðra lyfja. Stofnun sem kölluð er Lyfjastofnun er talin eiga að sjá um skráningu aukaverkana lyfja.
Vandamálið er að þeir sem ávísa lyfi er ekki gert skylt að fylgjast með því hvort þekktar aukaverkanir eða óþekktar komi fram vegna lyfs. Læknum á að vera skylt þegar sjúklingur kemur og kvartar um krankleika sem ekki er strax ljóst hver orsökin sé að kanna öll lyf sem sjúklingi hefur verið ávísað af læknum. Þetta á ekki bara við þann lækni sem ávísar lyfinu heldur alla lækna sem sjúklingur leitar til með krankleika sem ekki er augljós ástæða fyrir.
Samkvæmt reynslu eru fáar tilkynningar um aukaverkanir sem berast til lyfjastofnunar fyrir utan það að ekkert skipulag er á skráningu aukaverkana lyfja og ekki hægt að fá upplýsingar um tíðni aukaverkana af völdum lyfs né eðli þeirra.
Sjúklingar sem verða fyrir alvarlegum heilsuskaða af völdum þeirra lyfja sem kalla má eiturlyf, þar sem þekktar eru mjög alvarlegar aukaverkanir, eru varnarlausir í lélegri heilbrigðisþjónustu. Dæmi er um að þekktar séu alvarlegar aukaverkanir lyfs frá árinu 1976 sem ávísað er eftirlitslaust. Auk þess eru þekktar mjög alvarlegar aukaverkanir lyfsins frá Svíþjóð á síðustu árum en læknir á Íslandi er sofandi og úrskurðar ranga sjúkdómsgreiningu árum saman þegar sjúklingur kvartar við hann. Af því að sjúklingur sagði ekki lækninum að orsökin af krankleika sínum væri notkun á umr
æddu lyfi og hætti notkun á lyfinu er hann talin ábyrgur á skaðanum á heilsu sinni af völdum eiturlyfsins, af hálfu Sjúkratrygginga Íslands, en ekki heilbrigðisyfirvöld sem ávísa eiturlyfinu.
Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um skaðsemi svokallaðrar sjúkraskrár sem sent hefur verið til Heilbrigðisráðuneytisins hefur ekki verið talin ástæða til að stöðva fölsku skráningarnar sem eiga sér stað í einhliða skráningu heilbrigðisstarfsmanna.. Á sama tíma berst heilbrigðisráðherra fyrir því að aflétta ábyrgð allra er starfa við heilbrigðisþjónustu á gjörðum sínum..
Er það spurning hvort slík þjónkun við takmarkaðan starfshóp íslenskra þegna á ábyrgð sinni á störfum standist ákvæði stjórnarskrár Íslands.
Í stað gæluverkefnis heilbrigðisstarfsmanna á skráningu svokallaðra sjálfsvíga væri nær fyrir þessa deild stjórnsýslunnar, Heilbrigðisráðuneytið, að efla skráningu á dauðsföllum og alvarlegum heilsuskerðingum margra landsmanna af völdum lyfja sem ávísað er af fulltrúum stjórnvalda. Lyfja sem vitneskja er um stórhættulegar aukaverkanir er hugsanlega hafa leitt til dauða margra og alvarlegs skaða á heilsu enn fleiri.
Hin eitraða skráning falskrar sjúkraskrár hefur falið þessa þætti galla í heilbrigðisþjónustu landsmanna en telja verður heilbrigðisþjónustu lélega á meðan ekki er bætt úr ákvæðum laga um skráningu ósanninda í sjúkraskrá og eftirlit og skráningu vandamála er tengjast eituráhrifum hinna svokölluðu löglegu lyfja.
Ef læknir kveður upp úrskurð um sjúkdómsgreiningu hjá sjúklingi sem er röng greining sjúkdóms heldur vitleysan áfram stjórnlaust í öllu heilbrigðiskerfinu sjúklingi til tjóns.
Með þessum orðum er ekki verið að segja að allir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar skrái ósannindi í sjúkraskrá en ósannindaskráning tveggja lækna er tveimur of mikið.
Reykjavík 13. ágúst 2023
Kristján S. Guðmundsson
Kt. 220934-2679
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.