Opið bréf.

Ríkisútvarpið  /sjónvarp.

B/t  Útvarpsstjóra

Með vísan til þáttar sem nefnist Kastljós og er sýndur hjá þessari stofnun óskast eftirfarandi upplýst með skriflegu svari.

1.      Er þessi þáttur ætlaður áhorfendum sjónvarpsins sem greiða kostnað við rekstur stofnunarinnar eða er þetta einkavöllur starfsmanna stofnunarinnar?

2.      Er þessi þáttur ætlaður til þess að starfsmenn stofnunarinnar geti sýnt pólitískan hroka sinn með því að reyna að lítillækka þá sem ekki eru sama sinnis í pólitík?

 

Ástæða þessara spurninga eru ósiðleg og ókurteis framkoma spyrils er annaðist að spyrja Innanríkisráðherra sem var fyrir svörum í þættinum 26. Ágúst.

Spyrillinn var eins og gjammandi hundur spyrjandi sömu spurninga aftur og aftur án þess að ráðherra fengi tíma til þess að svara. Spyrillinn greip fram í (gelti eins og hundur) strax og ráðherra var byrjaður að svara og kom með spurningu um allt annað málefni en fyrri spurning sem beint hafði verið að ráðherra.

Við áhorfendur íslenskir þegnar vorum að bíða eftir svari frá ráðherranum en ekki gelti í spyrjandanum þannig að hvorki spurningar né svör skyldust.

Þessi kastljósþáttur var slík smán fyrir Sjónvarpið og er þetta ekki í fyrsta skipti sem starfsmenn þessa þáttar hafa reynt að gera lítið úr þeim sem spurður er með þessu sífellda gelti spyrjandans augljóslega til að lítillækka pólitískan andstæðing.

Pólitískur þankagangur þessara starfsmanna er svo augljós ef borið er saman þættir þar sem pólitískir samherjar eru spurðir.

Ríkissjónvarpið er sjónvarp allra landsmanna hvar í pólitík sem þeir eru og starfsmenn stofnunarinnar hafa ekkert leyfi til þess að misnota aðstöðu sína eins og þarna átti sér stað. Er það talið brot á lögum að opinber starfsmaður noti starfsaðstöðu sína sjálfum sér og sínum til persónulegs ávinnings umfram laun sín.

Er kominn tími til þess að útvarpsstjóri sjái sóma sinn í að umrædd stofnun verði fyrir alla landsmenn en ekki gjammandi hunda sem sagðir eru vinna hjá stofnuninni.

 

Er óskað eftir skriflegu svari útvarpsstjóra við þeim spurningum sem lagðar eru hér fram.

 

Reykjavík 29. ágúst 2014

 

Kristján S. Guðmundsson

Árskógum 6

109 Reykjavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband