Trúarskoðanir

Mjög athyglisvert hefur verið að fylgjast með þeim deilum sem hafa gengið yfir þetta litla samfélag á undanförnum mánuðum.

Þessi umræða hefur beinst aðallega að því hvort Ísland eigi að vera fjölþjóða samfélag (öðru nafni fjölmenningarsamfélag) eða ekki. Í þessari umræðu hefur gleymst  grundvallaratriði hvers samfélags og það er að gildandi lög í landinu gildi fyrir innlenda íbúa og jafnframt fyrir innflutta.

Ef þeir sem flytjast til lands þar sem þeir eru ekki þegnar samfélagsins verða þeir að sætta sig við að fara eftir þeim lögum sem gilda í landinu og eru þeir réttlausir ef þeir fara ekki að lögum. Sérhver  útlendingur, hver sem hann er, ber skylda til að fara að þeim lögum sem eru í gildi í því landi sem heimsótt er. Er rétt að vísa til laga um eiturlyfjasmygl til Malasíu þar sem líflátsdómur liggur við slíku smygli og skiptir þá ekki máli frá hvaða ríki viðkomandi smyglari er.

Því er það all undarleg framkoma hjá forystumönnum framandi trúarbragða að hefja upp raust sína og krefjast  lagabreytinga til að taka tillit til sinna skoðana í trúmálum. Ef þessir aðilar eru ekki sáttir við gildandi lög í landinu eiga þeir að fara og leita sér að sálufélögum í þeim löndum þar sem þeirra lög og lagaskilningur er ríkjandi.

Það verður að vera skýrt og á hreinu hjá þeim sem vilja setjast að á Íslandi að það verða íslensk lög sem gilda og þeim (innflytjendum) beri að fara eftir þeim.

Á Íslandi hafa verið í gildi ströng lög um meðferð sláturdýra fyrir og eftir aflífun. Þessar aðferðir sem hafa viðgengist á Íslandi samrýmast ekki lögum ákveðins trúarhóps sem reynt hefur að setjast að á Íslandi.

Á það skal bent sérstaklega að ákveðin amerísk verslunarkeðja hefur sótt um leyfi til að hefja atvinnurekstur á Íslandi sem er ekkert nema gott um að segja fyrir utan það að þessi keðja hefur látið undan kúgunarvaldi þessa umrædda trúarhóps. Hafa stjórnendur þessarar verslunarkeðju á boðstólnum matvæli (svokölluð  HALIL ) sem eru meðhöndluð samkvæmt kröfum þessara aðila (trúarhóps).

Er því sérstök ástæða fyrir Íslendinga að huga að því að fyrir all mörgum árum var falast eftir all miklu magni af lifandi fé (kindum) hér á landi til flutnings til þessara ríkja þar sem þessi trúarlega aðferð við aflífum sláturdýra er viðhöfð.

Stjórnvöld á Íslandi neituðu um útflutningsleyfi á umræddu sláturfé þar sem aflífun dýranna yrði ekki samkvæmt gildandi lögum á Íslandi. Þessi erlenda verslunarkeðja hefur falast eftir frjálsræði við innflutning á matvælum og þar á meðal á kjötvörum. Má gera ráð fyrir að þar á meðal verði samskonar kjötvörur og þeir hafa á boðstólnum í sínum verslunum vestan hafs vegna þrýstings frá sambærilegum trúarhópi þar. Verði slíkur innflutningur leyfður verða gerð ómerk öll lagafyrirmæli um slátrun dýra sem hafa verið í gildi síðustu áratugi ef ekki árhundrað hér á landi.

Er það verðugt umhugsunarefni fyrir Íslendinga hvort ástæða sé til þess að fámennur trúarhópur aðfluttra (innflytjenda) ráði lagasetningu á Íslandi eða hvort Íslendingar ætli sér að stjórna landinu áfram.

Á Íslandi er fámennur hópur atvinnupólitíkusa sem vilja ráða þótt þeir hafi enga burði til þess og lögmenn sem hafa fjárhagslegan ávinning í að fylgja þessum atvinnuþrösurum að málum þegar málefni innflytjenda eru andstæð gildandi lögum  í landinu.

Mikið hefur verið rætt og skrifað um að þessi og hin dýrategundin og afbrigði af dýrategundum séu í útrýmingarhættu.  Það styttist í að það afbrigði homo sapiens sem kallast Íslendingar verði útrýmt með því framferði sem á sér stað með stjórnlausum innflutningi fólks sem er af allt öðru bergi brotnir en Íslendingar.

Kristján S. Guðmundsson

f.v. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þarf ekkert að segja meira. Þé nelgdir málið.

Þetta er málið sem stjórnmálastéttin verður að fara að huga að og taka á í alvöru,  en ekki með þessum aumingja skap og hræðslu við það að vera kallaðir "rasistar"

Hefur ákkurat ekkert með rasista skap að gera.

Frábær pistill hjá þér og allir hinir sem ég hef lesið.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.8.2014 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband