Hálfvitar stjórnað af fávitum.

Fyrirsögn þessarar greinar eru ummæli yfirboðara míns um miðja síðustu öld varðandi aðgerðir stjórnvalda gagnvart öryggi við siglingar við Íslands strendur. Á þeim árum var áberandi að sýndarmennska réði í flestu er leit að öryggi við siglingar af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Þessi ummæli má yfirfæra upp á stjórnmálamenn og stjórnendur á Íslandi síðustu áratugi.

Eftir stjórnleysi ef ekki var um skipulögð lögbrot að ræða varðandi sjóðþurrð í íslensku fjármálalífi, með bankaránunum í byrjun aldarinnar, var viðhöfð sýndarmennska af hálfu stjórnvalda við svokallaða endurreisn.

Stjórnendur hafa skipulega reynt að blekkja þegna þessa lands með margs konar aðgerðum sem ekki hafa verið annað en sýndarmennska í anda fyrirsagnar að þessari grein.

Eftir bankaránin er hinum almenna borgar kennt um sukkið og svínaríið sem átti sér stað og nú skal hann borga fyrir mistök vanvitanna.

Eitt af því er gert hefur verið til að bæta það tjón bankakerfisins af völdum bankarána er hið svokallaða greiðslumat með öllum þeim kostnaði og sýndarmennsku. Hinn almenni borgari þarf samkvæmt greiðslumati að leggja fram tryggingu sem er umtalsvert verðmeiri en það lán sem farið er fram á en á sama tíma þurfa amlóðar (taldir fjármagnseigendur) íslensks samfélags ekki að leggja fram neinar tryggingar.

Er ekki þar með sögð öll sagan af skrípaleik íslensks fjármálalífs. Ef hinn almenni þegn sem hefur fengið lán með veði í fasteign óskar eftir að flytja umrætt lán yfir á aðra fasteign þarf hann að fara í greiðslumat. Skiptir þá ekki máli þótt nýja veðið sé 50-100% verðmeira að mati fasteignamats ríkisins og viðkomandi staðið skil á greiðslum afborgana í áratugi. Er þarna um slíka heimsku og sýndarmennsku að ræða í ljósi fyrirsagnarinnar að þessari grein.

Vegna atvinnuleysis á Íslandi sáu stjórnmálamenn og aðrir stjórnendur landsins að þarna var leið til að velta atvinnuleysinu yfir á almenning með þessari atvinnubótavinnu hjá lánastofnunum.

Til þess að kóróna vanvitastjórnunina í íslensku samfélagi datt þeim í hug að dreifa hugsunum landsmanna frá siðleysinu sem hafði ríkt í sukki og svalli stjórnenda og hófu herferð til að knýja landsmenn til að fá sér margs konar aðgangslykla sem nýttir eru í tölvuheiminum. Um er að ræða ÍSLYKIL, VEFLYKIL, RAFRÆNSKILRÍKI, AUÐKENNISLYKIL, PIN-númer og fleiri slíka. Allt gert til að skapa atvinnubótavinnu. Launaða vinnu sem greidd er af þolendum bankaránanna, hinum almenna borgara en ekki bankaræningjunum.

Allt er þetta gert til að auðvelda stjórnendum þjóðfélagsins að geta svipt þegnana tilverurétti sínum með því að þurrka þá út úr tölvukerfinu á vegum hins opinbera. Þegnarnir yrðu lifandi lík án skilríkja og réttlausir. Allt er þetta gert til að breiða yfir sukkið og svínaríið sem stjórnendur þessa lands leiddu yfir þjóðina með þeim hætti sem fyrirsögnin gefur til kynna.

Íslandi hefur verið stjórnað af hálfvitum sem aftur var stjórnað af fávitum.

Reykjavík 10. desember 2014

Kristján Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband