Málfrelsi -- tjáningarfrelsi.

Í fjölmiðlum er uppfullt af yfirlýsingum um að verja tjáningarfrelsi vegna þess óhugnanlega atburðar er varð í París fyrir skemmstu.

Uppvöðslusemi hinna vandlátu sem telja sig berjast fyrir tjáningarfrelsi er brosleg í ljósi þess að þetta sama fólk vill ekki tjáningarfrelsi um annað en það sem fellur að þeirra skoðunum.

Umræða eða umfjöllun um málefni, sem eru utan við áhugasvið þessa fólks, er hindrað eftir því sem tök eru á af hálfu þessara vandlætingarsinna.

Íslendingar eru gjarnir á að tjá sig um mannréttindabrot í öðrum ríkjum og lýsa vanþóknun sinni á öllum gjörðum þarlendra aðila ef þeir telja sér misboðið. Þetta fólk og þar með stjórnendur fjölmiðla, sem ráða því hvað birt er, eru slíkir hræsnarar að vandfundin er meir hræsni.

Á sama tíma og þessir aðilar hindra skoðanir annarra á hvað séu mannréttindi þótt ótvíræð lagaákvæði fjölþjóðalaga og samþykkta séu fyrir hendi er lýsandi dæmi um þann óheiðarleika sem á sér stað varðandi tjáningarfrelsi í íslenskum fjölmiðlum.

Stjórnendur íslenskra fjölmiðla hafa hindrað (neitað að birta) fréttir af mannréttindabrotum sem framin eru af íslenskum stjórnvöldum (dómstólum) vegna undirlægjuháttar stjórnenda fjölmiðla eða af ótta við hefndaraðgerðir af hálfu þessara aðila sem stjórna (dómara).

Undirritaður hefur til margra ára reynt að koma á framfæri í fjölmiðlum upplýsingum um mannréttindabrot af hálfu hins íslenska dómskerfis en af hálfu fjölmiðla hefur verið reynt að hindra slíkt (þagga niður) með ritskoðunum.

Svo virðist vera sem ekki séu allir jafn réttháir til að tjá sig því eftir margra ára tilraunir undirritaðs við ritskoðun fjölmiðla virðist viðurkenning Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. fyrrverandi Hæstaréttardómara á neikvæðu framferði af hálfu dómara, þar sem mannréttindi hafa verið brotin á íslensku þegnum, hafi rofað til hjá stjórnendum fjölmiðla. Verður fróðlegt að fylgjast með hvort stjórnvöld (þríhöfða þursinn) vinni að því að mannréttindi séu í heiðri höfð á Íslandi en ekki hinn fasistíski valdhroki sem einkennt hefur íslenskt réttarfar og þar með störf dómara sem telja sig vera guði (ósnertanlega) í íslensku samfélagi.

Framferði dómara hefur einkennst af stjórnlausri valdníðslu og mannréttindabrotum þar sem ekki hefur verið farið eftir gildandi lögum við dómsuppkvaðningar heldur geðþótta dómara og broti á gildandi lögum um störf dómara. Þegar fjallað er um mannréttindabrot erlendis í fjölmiðlum ættu stjórnendur þeirra að líta sér nær og leyfa umfjöllun um mannréttindabrot á Íslandi sem eru miklu fleiri en fólk gerir sér grein fyrir þar sem það hefur ekki sjálft orðið fyrir hefndaraðgerðum af hálfu dómara sem svífast einskis.

Vegna þöggunar af hálfu íslenskra fjölmiðla á mannréttindabrotum á Íslandi telja sumir að Ísland sé réttarríki. Hið sanna er að Ísland er fasistaríki þar sem ákveðinn hluti þjóðarinnar (dómarar) þarf ekki að hlíta íslenskum lögum og þurfa ekki að standa reikningsskil á lögbrotum sínum eins og þorri landsmanna þarf.

Kristján S.Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband