Hvað er öryggi?

Þessi spurning virðist vefjast fyrir mörgum og einkum þeim sem telja að allt öryggi felist í neyðarbúnaði.

Sem dæmi um neyðarbúnaðs blindu er atvik er varð við ökupróf fyrir ekki alllöngu síðan. Nemandinn var með prófdómara í akstri og var ekið um götur Reykjavíkur og ýmsar þrautir lagðar fyrir nemandann. Gætt var að því að bílbelti væri spennt þótt beltin hafi orðið mörgum að bana við bifreiðaslys.

Þegar nokkuð var liðið á próftímann fann prófdómarinn að því við nemandann að hann væri of varkár og gaf í skyn að nemandinn ætti að sýna meiri áræðni í akstri.

Ef þetta eru vinnubrögð prófdómara í ökuleikni er engin undrun þótt tíðni tjóna í akstri hjá ungum ökumönnum sé eins há og raun ber vitni. Það hefur löngum verið vitað að slys hvort sem það er í akstri bifreiðar eða við ýmsa vinnu hefur verið af völdum óagaðra vinnubragða og fífldirfsku.

Af framansögðu ætti að byrja á að skóla þá sem settir eru í að dæma um áræðni ungra ökumanna og kenna þeim (ökukennurum/prófdómurum) öguð vinnubrögð. Það hefur verið vitað í langan tíma og áður en bifreiðar komu til sögunnar að aðgát og öguð vinnubrögð á öllum sviðum hefur gefið bestan árangur hvað varðar að komast hjá tjóni á mönnum og munum.

FLEST SLYS ER HÆGT AÐ VARAST

SLYS VERÐUR EKKI FYRIR TILVILJANIR

ÞAÐ ORSAKAST AF HÆTTULEGUM AÐSTÆÐUM

OG /EÐA

HÆTTULEGUM AÐGERÐUM.

Gleðilegt nýtt ár.

 

 

Kristján Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband