Innanríkisráðherra og lögin.

Ummæli Innanríkisráðherra í fréttum stöðvar 2 um fráveru lögreglumanna frá störfum eru í anda yfirlýsingar hennar um lög er vörðuðu skipun á Hæstaréttardómurum fyrir stuttu. Hún gaf það upp að lögreglumenn væru að brjóta lög með aðgerðum sínum.

Það er langt gengið þegar Innanríkisráðherra kastar steinum úr glerhúsi.

Frúin, Innanríkisráðherra og fyrri ráðherrar hafa staðið fyrir yfirhylmingu á lögbrotum æðstu manna stjórnsýslu og dómurum um langt skeið. Kærur hafa legið fyrir í ráðuneyti hennar svo og undirstofnunum, lögreglu og Ríkissaksóknara í nokkur ár.

Vegna þess hve alvarlegar kærurnar eru fyrir orðspor stjórnvalda er reynt að þagga málin niður og þau fást ekki rannsökuð. Þessi háttvirta kona Innanríkisráðherra velur yfirhylmingaleiðina sem er brot á gildandi lögum. Þar sem hún er orðin brotleg við gildandi lög eru ummæli hennar um aðgerðir af hálfu lögreglunnar hjákátleg.

Ráðherra sem ekki fer að gildandi lögum landsins getur ekki búist við að þegnarnir far að lögum nema hún taki upp Nazista aðferðina með kúgunum. Hvort svartstakkarnir hennar fengjust til slíkra lögbrota er stóra spurningin.

Spyrja má: Þurfa ráðherrar ekki að fara að lögum sbr. kæru vegna þjófnaðar þar sem tekin var ein lögregluskýrsla af starfsmanni ráðuneytis, þar stendur að fyrirskipun hafi komið frá ráðherra um að framkvæma verkið. Eftir það var lokað fyrir rannsókn málsins? Ráðherra ætti að íhuga vel sín eigin lögbrot með yfirhylmingum á kærumálum vegna lögbrota af hálfu æðri manna í stjórnsýslunni.

Ráðherrann og undirsátar hans (hennar) hefðu fyrirskipað rannsókn þegar í stað ef kærur hefðu ekki við rök að styðjast. Vegna þess að sannanir eru óhrekjanlegar er betra að brjóta lögin og hylma yfir glæpina.

Reykjavík 12. október 2015

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband