Lögmennska eða illmennska

Hér verður sagt frá furðulegri framkomu af hálfu lögmanna.

Kona leitaði eftir aðstoð lögmannsstofu í sambandi við íbúðakaup þegar seljendur neituðu að standa við gerðan samning varðandi söluna þ.e. eftir undirritun kaupenda á gagntilboði seljenda og þar með var kominn á bindandi samningur á milli aðila.

Eftir að lögmaðurinn hafði undirgengist þann samning að reka málið fyrir dómi eða leita nnarra viðunandi lausna á málinu var talið að hann hefði hafið störf. Eftir nokkra daga sendi lögmaðurinn á föstudegi umbjóðanda sínum í tölvupósti stefnu til yfirlestrar og óskaði eftir athugasemdum hans (umbjóðandans) við stefnuna sem fyrst. Í tölvupóstinum frá lögmannsstofunni var eftirfarandi:

„sendi stefnudrög meðfylgjandi. Allar athugasemdir eru vel þegnar.“

Konan fór yfir stefnuna og komu þá í ljós furðulegustu rangfærslur og viðsnúningur þar sem stefnendum og stefndu var ruglað saman og var ekki hægt að sjá með góðu móti að skjalið gæti staðist skoðun. Voru gerðar margar athugasemdir og athugasemdirnar voru litaðar rauðar svo sjá mætti hvað væri talið athugunarvert.

Mætti konan á lögmannsstofunni, skrifstofu lögmannsins, á mánudagsmorgni með útprentaða stefnuna með athugasemdum innfærðum í það sem henni hafði verið sent. Þá brá svo við að lögmaðurinn brást ókvæða við því að birtast svona án þess að gera boð á undan sér. Þess ber að geta að aðeins var mætt til að afhenda stefnuna með athugasemdunum og ætlast til að lögmaðurinn ynni úr athugasemdunum eftir sinni þekkingu. Eftir fyrirlestur lögmannsins var honum afhent stefnan með athugasemdunum og tók hann við henni og varð mjög óhress með útlit hennar með öllum athugasemdunum.

Eftir snöggan yfirlestur 1-2 mínútur hreytti lögmaðurinn út úr sér við konuna að „fyrst hún vissi svona mikið um þetta þá gæti hún bara séð um þetta sjálf“.

Fullkomnunar árátta lögmannanna á lögmannsstofunni var slík að þeir gerðu aldrei mistök og störf þeirra voru fullkomin.

Konan sem hélt að hún hefði aðeins gert það sem lögmaðurinn hafði beðið um, þ.e. athugasemdir eftir sinni þekkingu fyrir lögmanninn að vinna úr og voru upplýsingar er hún hafði afhent lögmanninum skriflega. Brá henni illa og skildi ekkert í framkomu lögmannsins. Leiddi þetta til þess að lögmaðurinn vildi ekki halda áfram með málið og afhenti öll gögn er honum höfðu verið fengin. Er konan var að fara út sagði yfirmaður lögmannsstofunnar að sendur yrði reikningur.

Var það lögmaðurinn á lögmannsstofunni, hinn óskeikuli, sem hafði verið fengið málið til úrvinnslu sem sagði sig frá málinu en var ekki rekinn af hálfu stefnanda í málinu.

Í stefnu lögmannsins var ruglað saman stefnanda og stefndu í málefnalegum útskýringum lögmannsins, heimilisfang var rangt í einu tilviki. Auk þess voru kröfur stefnanda skornar niður við trog af hálfu lögmannsins auk margra annarra athugasemda við orðalag stefnunnar.

Í viðræðum við annan lögmann varðandi málið (framkomu lögmannsins) taldi hann hugsanlegt að viðbrögð lögmannsins hafi stafað af því að hann (hinn ráðni lögmaður, lögmannsstofa) hafi talið sig af einhverjum orsökum vanhæfan til að annst málið og verið allklaufalegur við að losa sig frá málinu.

Mál þetta sýnir hvaða manngerðir það eru sem slæðst hafa inn í lögmannsstéttina. Menn sem gera alvarlegar vitleysur eða ásetningsbrot við störf sín sem umbjóðendurnir eigi síðan að borga fyrir.

Sem dæmi um ruglið í stefnunni sem athugasemd var gerð við er sýnd hér:

“Kröfu sína um málskostnað úr hendi stefnanda byggir stefndi á XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, og vísast einkum til 130. gr. laganna. „“

Meðalgáfaður maður sér strax að þarna er um alvarlegan rugling lögmannsins á stefnanda og stefndu.

Ennfremur er skondið það sem hér fer á eftir og gerð var athugasemd við:

„til þess að mæta á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verður í dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík, þriðjudaginn 6. október 2016, kl. 10.00, er mál þetta verður þingfest, til þess þar og þá að sjá skjöl og skilríki í rétt lögð, á dómkröfur að hlýða og leggja fram varnir af sinni hálfu, ef einhverjar eru. Ef ekki verður sótt þing af hálfu stefnda má búast við því að útivistardómur gangi í málinu í samræmi við gerðar kröfur og eftir framlögðum skjölum og skilríkjum.“

Við skoðun á þessari framsetningu sést strax að 6. október er ekki þriðjudagur.

Fleiri athugasemdir vegna rangfærslna voru settar á blaðið er orsakaði reiði lögmannsins.

Frá lögmannsstofunni barst síðan reikningur fyrir einnar klukkustundar vinnu (samkvæmt reikningnum ein klukkustund) að upphæð 288.000 kr.+ virðisaukaskattur. Það er engum sem líðst að krefjast greiðslu án þess að skila viðunandi vinnu nema sjálftökuliðið innan lögmannastéttarinnar. Réttmætar athugasemdir við ófullnægjandi störf snillinganna óskeikulu í stétt lögmanna eru bannaðar.

Það að krefjast greiðslu fyrir óforsvaranleg og einskisnýt vinnubrögð eins og hér er lýst yrði kallaður þjófnaður hjá öllum öðrum en snillingum í lögmannastéttinni.

Sagan er ekki þar með búin. Konan fór fram á að fá upplýsingar um ástæðu þess að lögmaðurinn (lögmennirnir) sögðu sig frá verkinu og fá vinnuskýrslu yfir hvað hafi verið gert og hvenær. Samkvæmt svari lögmannsstofunnar, vinnuskýrslunni, kemur fram:

„ástæða þess að við hættum samstarfi var trúnaðarbrestur, eins og þér mátti vera ljóst. Athugasemdir þínar og framkoma í kjölfar þess að við bárum undir þig stefnudrög í málinu voru með þeim hætti að ljóst var að þú treystir okkur ekki fyrir verkefninu. Voru því brostnar forsendur fyrir frekara samstarfi“

Ástæðan trúnaðarbrestur er af hálfu lögmannanna byggð á því að konan tók ekki rangfærslum er fram komu í drögum að stefnunni frá lögmönnunum með auðmýkt og þakklæti, sem einkenndi almúgann gegn valdastéttinni fyrr á öldum. Óforsvaranleg vinnubrögð af hálfu starfsmanna lögmannsstofunnar (þ.m.t. forstjóra hennar) eru ekki viðurkennd en umbjóðandi lögmannsstofunnar sakfelldur fyrir að taka ekki þegjandi og hljóðalaust tilraun lögmannanna til að eyðileggja málið fyrir stefnanda.

Í vinnuskýrslu frá lögmannsstofunni kemur fram að forsvarsmaður (yfirmaður) lögmannsstofunnar hafi unnið drögin að stefnunni sem konunni var send og tekið hann 5 klst. og 15 mínútur auk þess hafi lögmaður á stofunni lesið yfir stefnuna og sent hana og verið 45 mínútur að því.

Sex klukkustunda vinna lögmanna við skjalaskriftir (ritunar á stefnu) sem reyndist innihalda slíka ágalla (vitleysur), er hverjum meðalmanni varð ljós við yfirlestur, hafði komist í gegnum vinnu umræddra tveggja snillinga í lögmannsstéttinni.

Framkoma lögmannanna sýnir að sumir þeirra sem hafa Háskólapróf í lögfræði telja sig GUÐI og yfir alla aðra hafna hvað gáfnafar varðar. Það að þær rangfærslur (vitleysur) sem fram koma í stefnunni hafi farið í gegn hjá tveimur snillingum (lögmönnum) sýnir það hálfkák eða ásetningsbrot sem viðhaft er við vinnu á þessari lögmannsstofu.

Athugasemdirnar sem gera þurfti við stefnuna voru gerðar að ósk lögmannsins sem sendi drögin og gerðar samkvæmt meðal skynsemi, án Háskólaprófs í lögfræði þess sem gerði athugasemdirnar.

Ósvífnin sem felst í reikningnum frá lögmannsstofunni er krafan um greiðslu fyrir vinnu við stefnuna sem er og var einskis virði vegna fjölda ágalla eins og rauðu athugasemdirnar sem gerðar voru við stefnuna sýna.

Reiðin sem hefur brotist út á lögmannsstofunni eftir að gerðar voru skriflegar athugasemdir við drög að stefnunni lýsir stærilæti og hroka sem einkennir suma Háskólaborgara sem telja sig alvitra.

Að kalla það trúnaðarbrest að gera athugasemdir sem óskað er sérstaklega eftir af lögmanni og athugasemdir við augljósar villur í skjali sem sent var til yfirlestrar er menntahroki.

Þær athugasemdir sem gerðar voru og lagðar fyrir lögmanninn voru ætlaðar fyrir lögmanninn til að vinna úr. En stærilætið var slíkt í lögmönnunum þegar umbjóðandinn vogaði sér að gera athugasemdir við gjörðir GUÐANNA í lögmannastéttinni að slíkt var ekki hægt að láta órefsað.

Hver sem er getur velt því fyrir sér hvernig framhald vinnu lögmannanna við reksturs málsins hefði orðið með sambærilegu framhaldi mistaka ef ekki ásetningsbrot lögmannanna til að eyðileggja málið fyrir stefnanda.

Lögmönnum umræddrar lögmannsstofu hefði verið nær að taka við hinum skriflegu athugasemdum með þakklæti og vinna úr þeim eins og ætlast var til af konunni en ekki fyllast menntahroka og fyrirlitningu á fólki sem ekki hefur Háskólapróf í lögfræði. Ef nauðsyn ber til er hægt að birta í heild sinni umrædd drög að stefnu eins og hún barst frá lögmannsstofunni svo og athugasemdum.

Sú ósvífni sem fram kemur í kröfu lögmannsstofunnar upp á 288.000 kr.+vsk. fyrir vinnu sem er einskis virði vegna ágalla eða kunnáttuleysis viðkomandi við ritun stefnunnar. Lögmanna er telja sig yfir gagnrýni hafna í skjóli menntahroka og stærilætis og telja sig óskeikula.

Reykjavík 13. október 2016

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband