Færsluflokkur: Bloggar
26.9.2016 | 00:00
Jafnrétti kvennréttindi
Eitt stærsta vandamál nútímaþjóðfélags er hin svokallaða jafnréttisbarátta kvenna.
Svo virðist sem þessi barátta sé í gangi hjá litlum hluta af kvennmönnum.
Í prófkjöri hinna pólitísku flokka á Íslandi hefur það komið fram að konur eiga ekki fylgi að fagna í pólitík þrátt fyrir að talið sé að helmingur mannkyns séu konur og jafnvel rétt yfir 50%. Þessi frammistaða kvenna í umræddri baráttu um sæti í mjúkum stólum Alþingis hefur leitt í ljós að konur kjósa ekki konur til trúnaðarstarfa eins og pólitík er sögð vera.
Þrátt fyrir þá staðreynd að konur eiga ekki stuðning kynsystra sinna þá er það ofbeldi karlkynsins sem ræður samkvæmt skoðunum hinna baráttuglöðu kvenna. Ekki verður annað séð en vandamál þeirra kvenna sem telja sig standa í kvennréttindabaráttunni sé ekki vandamál karlpeningsins heldur vantrú kvenna á getu kynsystra sinna. Ef rétt er frá skýrt að konur eða kvennkynsverur séu 50,5% af mannkyninu er erfitt að sjá að það sé vandi eða yfirgangur karla sem leitt hefur í ljós vanmat á getu kvenna í þeim kosningum er fram hafa farið um sæti á listum stjórnmálaflokkanna.
Vonska þeirra kvenna sem sagt hafa skilið við stjórnmálaflokk, sem þær töldu sig tilheyra, samkvæmt eigin skoðunum, fara fram á forréttindi. Forréttindi þessi felast í því að karlar eigi að kjósa konur til starfa innan hinna pólitísku flokka. Það eigi þeir að gera þótt þeir treysti ekki konum til starfans. Allt þetta eigi að vera samkvæmt jafnréttinu að mati baráttukvenna.
Þrátt fyrir fyrirspurnir til margra hefur enginn, hvorki karl eða kona, getað gefið skýringu á því hvað sé átt við með orðinu jafnrétti. Hvað felist í orðinu jafnrétti.
Eitt af þeim grundvallar atriðum jafnréttinda er það að tvær persónur standa jafnfætis í því að velja þá eða þær persónur sem viðkomandi vill að sinni störfum fyrir sig.
Margar konur eru skarpgreindar og duglegar til margra starfa en þær njóta ekki stuðnings eigin kynsystra vegna skoðana sinna á málum.
Hin svokallaða jafnréttisbarátta kvenna er forréttindabarátt eins og kröfur baráttukvenna eru í dag. Konur eiga engan rétt frekar en karlar og ekki er hægt að krefjast þess að kona sé kosin eingöngu vegna þess að hún er kona. Í kosningum er verið að kjósa persónur eftir mati hvers kjósanda og á meðan konur treysta ekki konum til trúnaðarstarfa er ekki réttlætanlegt að ásaka karlpeninginn fyrir ofbeldi. Sú staðreynd liggur fyrir að margir karlar kjósa konur til trúnaðarstarfa og því er það augljóst að fleiri konur kjósa karla frekar en konur.
Þessi svokallaða kvennréttindabarátta á ekki fylgi marga karla vegna þess að barátta margra kvenna er forréttindabarátta. Þessi barátta á ekki að vera um það hvaða kynfæri viðkomandi frambjóðandi hafi sem valinn er. Valið snýst um það hverjum kjósandinn treystir til þess að berjast fyrir skoðunum sínum (kjósandans) er varða eigin velferð og þjóðarinnar.
Reykjavík 26. september 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2016 | 10:07
Þingræði Gerræði
Fram hefur komið í fréttum upplýsingar um frammistöðu þingmanna á Alþingi Íslendinga.
Nýlega samþykktir af Alþingi er svokallaðir Búvörusamningar þar sem umræddur samningur var samþykktur með 19 atkvæðum af 64 hausum sem sitja á Alþingi. (Innan við 50% þingmanna komu að atkvæðagreiðslu á málinu).
Sú ókurteisi sem sýnd er af Alþingismönnum (konur og menn) með afgreiðslu á þessu máli að hægt sé að binda þjóðina við samninga þegar tæpur þriðjungur þingmanna stendur að samþykktinni er ósvífni. Þetta á ekki við það hvort umræddur samningur sé góður eða slæmur heldur það að hægt sé að binda hina íslensku þjóð af gjörðum þingmanna með samþykkt tæplega þriðjungs af kjörnum fulltrúum.
Til hvers er verið að hafa 64 hausa skráða á Alþingi ef um 50 % eru þar aðeins til að vera skráðir sem móttakendur launa sinna. Spyrja má hvort lög sem samþykkt eru á Alþingi með undir 30% atkvæða kjörinna þingmanna geti talist lög?
Með þessu framferði þingmanna er komin skýringin á því hvers vegna ekki næst fram breyting á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Ástæðan er valdagræðgi þeirra sem valdir eru til setu á Alþingi.
Varðandi störf þingmanna er einnig þörf á að taka til skoðunar þær upplýsingar sem verið hafa í fréttum um fjarvistir þingmanna án skýringa.
Hinn almenni launþegi verður að gera grein fyrir fjarveru sinni frá vinnu og því ætti sú skylda einnig að hvíla á þjónum þjóðarinnar, Alþingismönnum, að þeir skili þeirri vinnu sem þeir eru ráðnir til. Hafa þarf það sérstaklega í huga að þeir sem sitja og setið hafa á Alþingi haf sótt í það að komast í stól í Alþingishúsinu en ekki verið þvingaðir til þess. Þar með er engin afsökun fyrir þá að sinna ekki þeirri skyldu að skila þeirri vinnu er þeir hafa sótt í.
Í ákvæði stjórnarskrárinnar um þingmenn þá skulu þeir ávalt fylgja samfæringu sinni. Því verður það að teljast undarlegt þegar fram kemur í fréttum að þingmenn eigi að fylgja ákveðnum skoðunum forystumanna þingflokkanna varðandi þau mál sem eru til umræðu og þar með þeir sem taldir eru tilheyra þeim flokkum sem standa að ríkisstjórn eigi að fylgja forystusauðum stjórnálaflokkanna við atkvæðagreiðslu. Þessi framsetning á störfum Alþingis er gerræði en ekki lýðræði.
Sú furðulega afstaða margra þingmanna sem fram kom við atkvæðagreiðslu umrædds samnings, svokallaðan Búvörusamning, er í ætt við svar við fyrirspurn og svarið er: Mér er alveg sama. Það að sitja hjá eða mæta ekki á þingfundi merkir að viðkomandi sé alveg sama hvað fram fer á þinginu og sá sé aðeins áskrifandi launa sinna.
Varðandi ákvæði stjórnarskrár um það að þingmaður fylgi ávalt samfæringu sinni við afgreiðslu mála verður að telja að þeir sem sem taldir eru alþingismenn og ekki hafa skoðun á þeim málum sem eru til umfjöllunar í þinginu og afgreiði mál með því hugarfari : Mér er alveg sama, þeir eigi engan rétt á sér í slíkum störfum.
Afgreiðsla þingmanna á lögum með hugarfarinu Mér er alveg sama leiðir fyrr en seinna til einræðistilburða er einkenndi Nazismann á sínum tíma.
Í framhaldi af þeirri óreiðu sem er á afgreiðslu Alþingis er þörf á að koma inn í stjórnarskrána ákvæði um það að til þess að lög öðlist gildi þurfi 2/3 hlutar af kjörnum þingmönnum að vera samþykkir breytingum á lögum til þess að þegnarnir séu bundnir af þeim lögum. Við höfum ekkert að gera með þingmenn á Alþingi sem eru þar í þeim eina tilgangi að vera á móti síðasta ræðumanni. Hefur það verið talinn megin tilgangur með Alþingi að settar séu samskiptareglur fyrir þegnana, lög, sem hægt er að fara eftir og séu til hagsbóta fyrir alla þegnana.
Því er hér með spurt: Voru lög sem ágreiningur er um, varðandi náttúruvernd, samþykkt á Alþing með hugarfarinu: Mér er alveg sama. Í ljós hefur komið að lög þessi eru túlkuð á allt annan hátt en vilji alþingismanna hafi verið við samþykkt laganna. Fljótaskrift í störfum Alþingis hefur í áratugi einkennst af því að ljúka afgreiðslu mála á síðustu dögum fyrir þinghlé sem reynst hafa mein gölluð vegna vanhugsunar af hálfu þingmanna. Því miður er það svo að stór hluti laga sem alþingismenn samþykkja er hægt að túlka á svo marga vegu að ekki er hægt að fara eftir þeim eða ekki vilji til að fara eftir þeim. Þetta hefur verið niðurstaða í mörgum dómsmálum eins og fram hefur komið við afgreiðslu dómara við uppkvaðningu dóma þar sem einkahagsmunir dómaranna ráða niðurstöðum í málum en ekki lagabókstafurinn.
Oft er talað um að á Íslandi sé lýðræði. Í reynd er það svo að hér á landi er það flokksræði sem er stjórnarfarið en ekki lýðræði. Kúgunarvald forystu stjórnmálaflokka er allsráðandi. Þingmenn sem ekki lúta flokksræðinu eru settir í skammarkrókinn og settir til hliðar við allar ákvarðanir sem teknar eru. Hinir pólitísku flokkar eru HALLELÚJAsamkomur þar sem eitt viðhorf ræður en ekki sannfæring þingmanna. Sá/sú sem kemst í sæti í Alþingis-sal þá er stóllinn meira virði launanna vegna en málefnaleg sannfæring þingmannsins.
Hafa þarf það sérstaklega í huga að störf á Alþingi eru ekki til persónulegs ávinnings þingmanna heldur í þágu þjóðarinnar allrar og því þurfi að vanda til verka og afnema pólitískt skítkast á milli þingmanna.
Reykjavík 23. september 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2016 | 11:12
Ábyrgð fasteignasala
Samkvæmt lögum er fasteignasala falið það hlutverk að vera fulltrúi beggja aðila, kaupanda og seljanda fasteigna.
Ef grannt er skoðað er það fáránlegt að ætla einum aðila að hafa tvær skoðanir jafngildar á sama tíma hverju sinni.
Upp er komið atvik við sölu fasteignar þar sem fasteignasali sem fulltrúi kaupanda vann gegn hagsmunum kaupandans. Staða málsins er sú að eftir undirritun kaupenda og samþykkis á gagntilboði seljanda, og þar með var kominn á bindandi samningur milli aðila, þá snýst forstjóri fasteignasölunnar gegn hagsmunum kaupanda. Þótt kaupendur hafi staðið við allar sínar skuldbindingar tilboðsins varðandi greiðslur og aðra þætti samningsins og kaupendur margt oft farið fram á að gengið verði formlega frá málum með undirritun á svokölluðum kaupsamningi, sem er formsatriði, hunsaði fasteignasalinn það með margs konar afsökunum.
Að kröfu fasteignasölunnar lögðu kaupendur inn hjá fasteignasölunni pappíra upp á greiðslu rúmlega 28 milljóna króna vel tímalega, með vísan til ákvæðis í samningi um tímalengd fjármögnunar á kaupum, svo hægt væri að ganga frá málum.
Vegna trassaskapar fasteignasalans, varðandi afgreiðslu málsins í tæpa tvo mánuði, var umræddum samningi, samþykktu gagntilboði seljenda, þinglýst hjá sýslumanni ef með því væri hægt að knýja fram afgreiðslu málsins. Var fasteignasalanum strax tilkynnt um þinglýsingu samningsins.
Fasteignasalinn brást ókvæða við með stóryrðum vegna þinglýsingarinnar en hélt áfram sínum slóðaskap og tvískinnungi og hunsaði afgreiðslu málsins þar til hann tilkynnti munnlega og síðan í tölvupósti að eigendur (seljendur) væru hættir við sölu. Í framhaldi af þeirri tilkynningu sagði fasteignasalinn að samningsbundnir kaupendur gætu gert nýtt tilboð í eignina.
Með þeirri yfirlýsingu fasteignasalans gaf hann í skyn að það þyrfti að hækka verðið þrátt fyrir þann bindandi samning sem þegar lá fyrir. Með yfirlýsingu fasteignasalans kom enn og aftur skýrt fram sá óheiðarleiki sem kaupendum hafði verið sýndur af hálfu fasteignasalans eins og fram koma í tölvupóstsendingum frá fasteignasölunni. Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur kaupenda til fasteignasalans um að lögð yrði fram skrifleg yfirlýsing seljenda um að þeir hygðust hverfa frá sölunni hefur slíkt ekki fengist.
Þremur vikum eftir að fasteignasalanum var tilkynnt um þinglýsingu, þegar gerðs bindandi kaupsamnings vegna eignarinnar, viðurkenndi hann að hann hefði ekki tilkynnt seljendum um þá framkvæmd (þinglýsinguna) en bauð upp á að kaupendur leggðu fram nýtt kauptilboð.
Þetta mál sýnir þann alvarlega veikleika í lögum um starfsemi fasteignasala að fasteignasali sé fulltrúi beggja aðila, kaupanda og seljanda.
Yfirleitt eru fasteignakaup og sala fasteignar tekin mjög alvarlega af beggja hálfu, kaupanda og seljanda. En með óheiðarlegum aðila (fasteignasala), er annast milligöngu um sölu og kaup fasteignar eins og hér er lýst, þá er slíkur gjörningur af hálfu fasteignasala reiðarslag fyrir kaupendur.
Ef það er stefna stjórnvalda að skapa þurfi ný störf fyrir lögfræðinga til að annast samningagerð fyrir kaupendur með tilheyrandi kostnaði við kaupin, auk tveggja ára slóðaskapar af hálfu dómstóla við afgreiðslu mála, væri æskilegt að það væri upplýst.
Er hér enn og aftur bent á ófullnægjandi afgreiðslu Alþingis (alþingismanna) á samskiptareglum þegnanna sem kallaðar eru lög en eru í raun lögleysa því ekki er hægt að fara eftir þeim (lögunum, samskiptareglunum). Sú ókurteisi alþingismanna við setningu laga að hinn almenni þegn þurfi að leggja út í ómældan kostnað við málarekstur fyrir dómi til þess að ná fram rétti sínum, við eins einfaldan gjörning og fasteignakaup eru, er óásættanlegt.
Eftir undirritun kauptilboðs eða gagntilboðs af hálfu kaupanda og seljanda við fasteignakaup á sá aðili sem stendur við sinn hluta af samningnum, í þessu tilviki kaupandi, ekki að þurfa að standa í margra mánaða baráttu fyrir dómstólum ef seljandi vill falla frá sölu af annarlegum löglausum ástæðum. Afgreiðsla slíkra mála með úrskurði þar til bærra aðila á ekki að taka meira en 7-10 daga (5-8 virkra daga) og á kostnað ríkisins ef lög eru ekki nægjanlega skýr.
Reykjavík 21.september 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2016 | 09:35
Auglýsingafárið
Ef skoðað er það sem kallað er auglýsingar í fjölmiðlum kemur í ljós að verð á vöru og þjónustu er yfir 10% upp í 15% hærra en þyrfti að vera ef einhver skynsemi væri notuð við auglýsingar.
Meðalskynsamri manneskju er það ljóst að hinir svokölluðu fjölmiðlar (blaða- og ljósvakamiðlar) sem lifa á að selja þjónustu í að koma á framfæri hinum svonefndu auglýsingum eru allt of margir og mætti að skaðlausu fækka þeim um 60%.
Er það orðið þannig að auglýsingastarfsemi er atvinnubótavinna sem engu skilar til þjóðarbúsins nema sóun á velferð hinna almennu þegna samfélagsins sem þurfa að greiða kostnaðinn í 10 til 15% hærra verði á vöru og þjónustu en ástæða væri til.
Um 90% af auglýsingum í prentmiðlum eru aldrei lesnar og sama má segja um hlustun eða áhorf á það sem ljósvakamiðlar bjóða upp á. Sá fáránleiki sem viðgengst að gefnir séu út 4 til 6+ prentmiðlar sem flytja sama boðskap án þess að skila neinu öðru en hærra verði vöru og þjónustu til neitenda vekur furðu. Samkvæmt upplýsingum frá prentmiðlum þá kostar auglýsing á heilli blaðsíðu 500.000 kr. að lágmarki. Auglýsingar í ljósvakamiðlum kosta álíka með hliðsjón af texta eða myndefni.
Það sem er áberandi við þetta er að það starfsfólk sem vinnur við þetta, fjölmiðla, er í flestum ef ekki öllum tilvikum fólk með langskólanám að baki (Háskóla). Nám sem skilar engu nema sem atvinnubótavinna þar sem þetta fólk fyrirlítur störf sem skila raunverulegum verðmætum til þjóðarbúsins. Atvinnubótavinna getur aldrei orðið arðbær fyrir þjóðarbúið á meðan skortur er á vinnuafli til framleiðslustarfa.
Svo virðist sem að orðatiltækið um að láta nám eða kunnáttu í askana sé orðin ástríða. Það viðurkenna flestir að gott er að hafa góða kunnáttu eða þekkingu en slíkt fer ekki í askana ef lifibrauðið er fengið með óarðbæru starfi sem rýrir lifibrauð annarra. Er svo komið að við fjölgun Háskóla er farið að unga út margs konar menntun sem skilar ungu fólki út í atvinnulífið með draumsýn um góðar tekjur tengdar þeirri menntun sem það hefur aflað sér.
Offjölgun á fólki á ýmsum sviðum þekkingar er hættulegra en mikið atvinnuleysi í þjóðfélagi. Atvinnubótavinna er ekkert annað en leynt atvinnuleysi. Atvinnubótavinna við auglýsingastörf er leynt atvinnuleysi í þjóðfélaginu sem er gróf skattaálagning á neytendur sem greiða kostnaðinn með hærra verði vöru og þjónustu.
Fræg er heilsíðugrein kennara sem skrifuð var um 1960 þar sem kennarinn varaði við hinum svokölluðu fræðingum. Benti hann á vandamálið sem þá var komið fram þegar verið var að vísa börnum til margs konar fræðinga án nokkurs árangurs. Allt sem talið var vandamál barna var vísað til fræðinga innan skólans. Fræðinga sem voru á þeim tíma ofaukið í kennslumálum barnanna og skilaði engum árangri. Vandamál sem kallað er í dag ofvirkni eða athyglisbrestur hjá börnum er skortur á athygli foreldranna og misþroska þeirra því þroski barna fer ekki eftir aldri þeirra. Það eru ekki öll börn jafnþroskuð á tilteknu aldursári.
Þessir kvillar sem kallaðir eru ofvirkni og athyglisbrestur barna í dag eru afleiðingar á stofnanauppeldi barna í anda ARÍA-kenningar Hitlers. Vandamálin tvö eru vegna þarfa barnanna á athygli foreldranna. Athygli sem börn fá ekki hjá gervi-mæðrum stofnana. Stofnana sem eru óbein fangelsi í samanburði við frjálsræði barna við leik og störf áður en fangelsin voru sett á laggirnar sem kölluð eru leikskólar.
Er kominn tími til að átta sig á því að fræðingamenntunin skilar ekki þeim árangri sem stefnt er að og er þar fremst í flokki fjölmiðlafræðingar sem hafa að aðalstarfi (atvinnubótastarf) við auglýsingar. Auglýsingar eru að 90% kostnaðarauki fyrir neytendur.
Reykjavík 9. september 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2016 | 12:42
Hækkun tryggingaiðgjalda.
Hafinn er áróður af hálfu tryggingafélaga um þörf á hækkun tryggingaiðgjalda.
Er þar hafin ein ósvífnin enn af hálfu eigenda gróðafyrirtækja í eigu íslenskra peningamanna. Flestir Íslendingar muna eftir ólgunni sem varð í íslensku samfélagi þegar ákveðið var af hálfu stjórnenda tryggingafélaga að greiða til hluthafa hundruð milljóna í svokallaða arðgreiðslu. Þá var ekki skortur á fé eða hallarekstur á tryggingastarfsemi.
Ástandið í málum sumra Íslendinga er stunda þjónustu, viðskipti eða aðra atvinnustarfsemi er orðið slíkt að þessir aðilar sjá ekkert annað en okurgróða í sinni starfsemi. Skynsemi er ekki til í þeirra orðabókum.
Meinsemdin hvað varðar tryggingar í íslensku samfélagi er fjöldi tryggingafélaga. Fjöldi Íslendinga sem hafa þörf fyrir tryggingar er ekki meiri en það að eitt tryggingafélag væri nóg. Slíkt tryggingafélag ætti að vera í eigu ríkisins, þ.e. landsmanna, og rekstur þess að miðast við að lágmarka iðgjöldin sem landsmenn þurfi að greiða en ekki gróðapungasjónarmið sem allt miðast við að græða sem mest á samborgurum sínum.
Þar sem svokölluð tölfræði er stundum látin ráða í starfsemi tryggingafélaga á Íslandi er rétt að hugleiða fjölda tryggingafélaga hér á landi í samanburði við land með 200.000.000 íbúum. Í slíku landi ættu samkvæmt tölfræðinni að vera 2500 tryggingafélög.
Talsmenn frjálsrar samkeppni í rekstri fyrirtækja eru í hópi gróðapunganna og eru með dollara-merkið í augunum og sjá ekkert annað.
Eðlileg greiðsla til fólks fyrir framlag sitt til samfélagsins er eðlileg en okur og ofsagróði sem sumir einstaklingar krefjast getur ekki talist eðlilegt. Því er framferði stjórnenda tryggingafélaga varðandi óeðlilegar arðgreiðslur en á sama tíma krefjast hærri iðgjalda ekki ásættanlegt framferði. Tryggingafélögin fengu á sínum tíma hinar svokölluðu lögboðnu skyldutryggingar á grundvelli hinnar frjálsu samkeppni.
Samkvæmt frásögnum þeirra sem telja sig hafa þekkingu á tryggingum þá sé ekki um neina samkeppni á markaðnum að ræða heldur sé um samráð á milli aðila um að halda uppi verði á iðgjaldagreiðslum. Það gefur nægt tilefni fyrir ríkisvaldið til að stofna ríkistryggingafélag sem hafi það að markmiði að miða iðgjöldin við raunkostnað vegna trygginga en miðist ekki við kröfu gróðapunga um ofsagróða.
Reykjavík 7. september 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2016 | 08:10
Opinbert rán
Eftir hrun bankakerfisins kom í ljós að af hálfu stjórnenda og starfsmanna aflagðra banka þá hafi skipulega verið unnið að ólöglegum aðgerðum til þess að ná fjármagni landsmanna til hagsbóta fyrir ráðamenn bankanna.
Við hið meinta fall bankanna var skipulega gengið í það að hirða af fólki eigur þeirra sem áttu í viðskiptum við bankana og skulduðu. Má þar nefna mörg dæmi um svívirðilega aðför að viðskiptavinum bankanna og hvarfi fjármagns í vörslu banka. Sem dæmi um þá svívirðingu sem átti sér stað var hvarf margra milljarða króna úr söfnunarsjóðum lífeyrissjóða í vörslu Landsbankans. Er þar m.a. um að ræða lán til stjórnarformanns bankans úr lífeyrissjóðum án nokkurra trygginga en síðan lýsti hann sig gjaldþrota eftir að hafa komið umræddu fjármagni í skjól þangað sem ekki er hægt að ná því af hálfu þeirra sem eiga féð.
Eftir skrípaleikinn sem leikinn hefur verið af stjórnvöldum varðandi það sem kallað hefur verið ólöglegt athæfi í aðdraganda bankahrunsins með tilheyrandi sjóðþurrð vegna innanhúss bankaráns kemur fram hið innra eðli aðila. Er hér átt við alla bankana.
Þrátt fyrir gjaldþrot bankanna, að því er logið var að íslenskum þegnum í þeim tilgangi að fá tíma til að fela fjármagnið sem tekið var óheiðarlega, hefur komið í ljós að hið svokallaða eignarhaldsfélag LBI hefur falið umtalsverða fjárhæð. Fjármagn þetta (falda fjárhæðin) sem nota á, nú átta árum eftir bankahrun, til að greiða svokallaðan kaupauka (bónus).
Á meðan eigendur þeirra lífeyrissjóða sem stjórnað var af starfsmönnum Landsbankans fá ekki greiddar bætur fyrir það fjármagn sem hvarf úr sjóðunum er um að ræða beinan þjófnað af hálfu aðila er stjórna fyrirtækinu. Fyrirtækið var rekið í gjaldþrot en hefur falið fjármagn til þess að greiða útvöldum svokallaða bónusa (kaupauka) fyrir vel unnin störf. Samkvæmt fréttum má skilja það að verðmæti (fasteignir og fyrirtæki) sem hirt var af eigendum við banka-gjaldþrot, sem verðlausar eignir, hafi síðan verið seldar með miklum hagnaði til þess að breiða yfir hið ólöglega athæfi við bankaránið.
Umrætt fjármagn sem nota á til að greiða sem bónusa er fengið með ólöglegri eignaupptöku af hálfu lánastofnunar sem sagt er að hafi orðið gjaldþrota. M.ö.o. fjármagnið sem nota á til bónusgreiðslna var tekið, ófrjálsri hendi, frá eigendum verðmætanna. Ekki hafa verið greiddar þær fjárhæðir sem töpuðust við óstjórn í rekstri bankans sbr. lífeyrissjóðina.
Ef þessar aðgerðir við greiðslu kaupauka (bónusa) til lykilstarfsmanna gjaldþrota lánastofnunar ná fram að ganga án afskipta stjórnvalda og endurgreiðslu til lífeyrissjóðanna þá eru stjórnendur landsins samsekir í bankaráninu og þar með taldir þingmenn vegna mistaka við lagasetningu.
Umrætt bónus-greiðslu-fjármagn á skilyrðislaust að ganga til lífeyrissjóðanna og annarra sem urðu fyrir skaða af hálfu hins svokallaða sjálftökuliðs bankans.
Sú svívirða sem átt hefur sér stað af hálfu þessa sjálftökuliðs bankans má nefna skerðingu á lífeyrisgreiðslu til sjóðfélaga lífeyrissjóða í vörslu bankans sem nam um 40 %.
Því má velta fyrir sér hver var tilgangur stjórnarformanns bankans við að þvinga vörslu fjármagns Lífeyrissjóðs H.F. Eimskipafélags Íslands (fyrirtækisins sem var aflagt 2006 að boði stjórnarformannsins) frá fyrri vörsluaðila til Landsbankans því hann þóttist eiga lífeyrissjóðinn sem alfarið var í eigu sjóðfélaga. Stjórnarformaðurinn átti H.F. Eimskipafélag Íslands og lagði það fyrirtæki niður. Við afskráningu fyrirtækisins sagði hann sjálfkrafa upp samkomulagi frá 1957 (við stofnun lífeyrissjóðsins) varðandi skipan á stjórn sjóðsins.
Við afskráningu fyrirtækisins 2006 féll umrætt samkomulag um stjórn sjóðsins úr gildi. Valdníðsla stjórnarformannsins við notkun þriggja af fimm stjórnenda sjóðsins er hann skipaði sjálfur til flutnings á fjármagninu, sem var í eigu lífeyrissjóðsins (greiðenda í lífeyrissjóðinn (atvinnurekendur hafa aldrei greit neitt í lífeyrissjóði)), til Landsbankans kemur fram í því að fá sjálfur lán, samkvæmt eigin skipun, frá lífeyrissjóðnum án nokkurra trygginga fyrir láninu.
Reykjavík 5. september 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2016 | 09:22
Forysta dómarafélagsins.
Upphlaup hjá forystu dómarafélagsins vegna innanríkismála í Tyrklandi, þar sem krafist er afskipta íslenskrar ríkisstjórnar af málefnum Tyrklands, er all undarleg þegar stundaður er skipulagður mannrétttindaþjófnaður á íslenskum þegnum af hálfu íslenskra dómara við uppkvaðningu dóma.
Íslenskum dómurum væri nær að uppræta og koma í veg fyrir lögbrot íslenskra dómara við dómsuppsögu.
Þegar fyrir hendi er fjöldi mála með skriflegum sönnunargögnum um þá lögleysu sem viðgengst innan dómskerfisins á Íslandi við uppkvaðningu dóma á grundvelli falsaðra gagna og falsaðra bókana í gerðarbækur dómstóla ættu dómarar á Íslandi að byrja á því að líta á eigin misgjörðir (lögbrot) áður en þeir krefjast afskipta íslenskra stjórnvalda af gjörðum stjórnvalda (innanríkismála) annarra ríkja.
Er þetta frumhlaup íslenskra dómara sett fram til að breiða yfir lögleysu og lögbrot sem fram fer fyrir íslenskum dómstólum.
Upphlaup þetta af hálfu íslenskra dómara vegna aðgerða sem fram fer í erlendu ríki gæti verið vegna þess að þeir, íslenskir dómarar, vilji ekki að upplýst verði um sambærileg mannréttindabrot af hálfu dómara í hinu erlenda ríki og þeim mannréttindabrotum er þeir (íslenskir dómarar) framkvæma í löglausri framkvæmd við dómsúrskurði á Íslandi.
Er ástæða fyrir íslenska dómara að huga að leiðréttingu á mannréttindabrotum sem framin eru á Íslandi af hálfu dómara áður en þeir krefjast afskipta íslenskra stjórnvalda af innanríkismálum erlendra ríkja.
Umrædd afskiptasemi íslenskra dómar er í anda þeirra manna (karla og kvenna) sem líta á sjálfa sig sem guðlegar, óskeikular verur sem allt leyfist, jafnvel glæpir.
Reykjavík 31. ágúst 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2016 | 08:13
Lög og ólög.
Upp er komin sú staða í íslensku þjóðlífi að viðurkennt er að lög sem samþykkt voru af alþingismönnum (konum og körlum) eru túlkuð á allt annan veg en alþingismenn ætluðust til.
Ástæða þess er að þeir, alþingismenn, gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir voru að samþykkja sem samskiptareglur (lög) þegna í íslensku samfélagi.
Þessi yfirsjón er vanvirðing við þegnana, fljótfærni vegna vanþekkingar á því hvað lög eru og vísbending um vanhæfi á starfsemi sem einkennist af atkvæðaveiðum þingmanna undir sjónvarpsmyndavélum. Þetta er vegna áhuga þingmanna á að reyna að sverta (kasta skít ) hver í annan með umræðum á þingfundum um allt annað en það sem varðar lögin sjálf. Í umræðum á Alþingi, eftir að hafið var að sjónvarpa frá þingfundum, hafa fundir einkennst af því sem kallað er á íslensku skítkast. Er það að hreyta ókvæðisorðum til að lítilsvirða pólitíska andstæðinga. Er þetta einkenni á öllum þingmönnum sem hafa farið í ræðustól, þótt mismikið sé eftir þingmönnum.
Eitt af verkum Alþingismanna er að hafa eftirlit með framkvæmd laga á öllum sviðum stjórnsýslu, þ.e. framkvæmdavalds og dómsvalds. Bæði þessi svið stjórnsýslunnar eru skyldug til þess að fara eftir settum lögum af Alþingi. Því miður er mikil óreiða á framkvæmd þessara stjórnsýslukerfa, framkvæmdavalds og dómsvalds. Komast starfsmenn þessara stjórnsýslu embætta upp með það að vanvirða (svívirða) sett lög í landinu og þar með grundvallarlögin (stjórnarskrána).
Svo virðist sem skipulega sé unnið að því innan þessara stjórnsýslukerfa að fara á svig við lögin (brjóta lögin) þegar það hentar og þjónar hagsmunum lögbrjóta í æðri störfum sem starfa hjá því sem kallað er ríkið (því opinbera).
Til aðstoðar stjórnvalda og dómskerfisins eru notuð embætti Ríkissaksóknara og lögreglunnar til að hylma yfir kærur um lögbrot (glæpi) sem framin eru af fólki í störfum sem kölluð eru æðri störf. Ef skoðuð eru bréf sem farið hafa á milli kærenda og embættis Ríkissaksóknara svo og lögreglu sést greinilega hverskonar skúringadeildir þarna er um að ræða. Þessi embætti lögreglan og Ríkissaksóknari hafa það að aðalstarfi að hreinsa til og hindra allar kærur sem beinast að lögbrotum þeirra sem taldir eru æðstu menn ríkisins.
Sem dæmi um GESTAPO-vinnubrögð lögreglu og Ríkissaksóknara var hunsað af stjórnendum þessara embætta að láta rannsaka kærur um þjófnað af bankareikningum þrátt fyrir að skriflega liggi fyrir í lögregluskýrslu að fyrirmæli um þessar aðgerðir (þjófnað) hafi komið frá ráðherra. Því var sleppt úr lögregluskýrslunni hvort það var ráðherra Samgöngumála eða ráðherra Fjármála sem fyrirskipaði hinn umrædda þjófnað með aðstoð bankakerfisins. Yfirhylmingalið lögreglunnar neitaði í marga mánuði að láta af hendi afrit af umræddri lögregluskýrslu vegna þess að hún var meiðandi fyrir stjórnsýsluna þar sem ráðherra fyrirskipaði þjófnað.
Sambærilegar yfirhylmingar af hálfu embætta lögreglu og Ríkissaksóknara hafa verið viðhöfð varðandi kærur á hendur dómurum sem hafa verið nafngreindir og lagðar fram skriflegar sannanir fyrir lögbrotum kærðra aðila.
Þar sem viðhaft hefur verið orðið skríll um fólk sem hefur staðið í mótmælum við stjórnun landsins er rétt að nota það orð yfir þá sem kallaðir hafa verið stjórnendur og dómarar og kærðir hafa verið.
Fréttamenn (fjölmiðlamenn (karlar og konur)) virðast þiggja mútur og/eða vera bannað að fjalla um brot í opinberu starfi því ekki hefur af þeirra hálfu fengist aðgangur að fjölmiðlum til að koma að fréttum af þeim mannréttindabrotum sem eru skipulega framkvæmd af æðstu stjórnendum framkvæmdavalds og dómsvalds.
Af hálfu opinberra aðila sem neitað hafa rannsókn málanna hefur verið bent á að hægt væri að fara í einkamál við hin ákærðu. Persóna með miðlungsgáfur sér það strax að ef slík mál eru látin í hendur lögbrjótanna til að dæma í þá yrði notuð sama lögbrotsaðferðin og viðgengst hjá úrskurðaraðilum.
Upplýsingar um lögbrot sem hér er getið um og framin af æðstu starfsmönnum ríkisins yrði slík hneisa fyrir ríkisvaldið að allt er gert til að þagga þau niður og eru að öllum líkindum mútur notaðar til þöggunar.
Það er einkenni á mannskepnunni, dýrinu sem kallað er maður, að svo lengi sem óþægindin, lögbrotin, ekki snerta hagsmuni (hugmyndafræðina, pólitík) persónunnar eða þeirra nánustu þá forðast aðilar að hafa afskipti af málinu og telja það aðeins vandamál annarra. Þetta er orsök þess að persónur sem komast í valdamikil embætti ríkisbáknsins geta án áhættu farið á snið við samskiptareglur (lögin) þar sem aðrir innan stjórnsýslunnar, sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmd laga, hafa komið auga á möguleika á eigin ávinningi með því að sniðganga lögin. Þetta er kallað hagsmunavarsla eða samtrygging hagsmunaaðila stjórnsýslunnar.
Þetta gera þeir í trausti þess að ef þeir gera ekkert gagnvart lögbrotum samstarfsmanna sinna þá verður ekkert hróflað við þeirra eigin lögbrotum. Er þetta einn liðurinn í setningu laga frá Alþingi, sem hægt er að túlka að eigin geðþótta, til þess að auðvelda það sem kallað er lögleg-lögbrot.
Hin löglegu-lögbrot og yfirhylmingarstefna, eftirlitsaðila sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmd laga, er einn liður í þeirri eiginhagsmunapólitík sem einkennir stjórnendur landsmála á Íslandi. Þessi eiginhagsmunapólitík stjórnenda hefur í gegnum aldirnar verið orsök óeirða og uppreisna almennings gegn græðgi valdhafanna sem leitt hefur til blóðsúthellinga svo langt aftur sem sögur herma. Má þar nefna sögu Olivers Crownwells, rússnesku byltinguna 1917 og frönsku byltinguna er leiddi til afhöfðunar ráðamanna í Frakklandi auk fleiri sambærilegra atvika mannkynssögunnar.
Í fyrstu var farið friðsamlega fram á að valdhafarnir létu af kúgun þegnanna samanber Búsáhaldabyltingu Íslendinga. Ef ekki er farið eftir gildandi lögum af hálfu stjórnvalda vegna eiginhagsmuna og græðgi stjórnenda landsins leiðir það til meiri hörku til þess að knýja fram þá framkvæmd laga að allir þegnar landsins þurfi að lúta sama skilningi og sömu túlkunar á gildi laga (framkvæmdar laga). Það verði ekki liðið að stjórnendur eins og ráðherrar geti fyrirskipað þjófnað, menn í stjórnunarstöðum ríkisins (konur, karlar) geti falsað skjöl eða notað fölsuð skjöl sér til framdráttar eða þjónar réttarkerfisins (dómarar) komist upp með það að nota lögin til refsiaðgerða í einkaþágu þegar þeim mislíkar að geta ekki kúgað málsaðila (þegnana) á annan hátt. M.ö.o. að dómarar nota lögin sér til hagsbóta með utan-laga-dómum sem kalla má lögleg-lögbrot.
Væri þingmönnum Alþingis Íslendinga nær að snúa sér að því að samþykkja lög sem standast stjórnaskrá og réttarvitund þjóðarinnar en standa í stöðugu skítkasti (niðrandi umsögn um starfshætti pólitískra andstæðinga). Samþykkja lög sem hægt er að fara eftir en ekki hægt að túlka eftir eigin geðþótta og hagsmunum valdastéttarinnar og þar með stjórnenda landsins. Alþingismönnum væri nær að sína það í verki að þeir skili þeirri vinnu sem ætlast er til að þeir skili og skili þeim vinnutíma sem telst vera eðlilegur vinnutími í íslensku samfélagi.
Samkvæmt myndum sem birtar hafa verið af þingfundum Alþingis er ekki hægt að sjá að þingmenn skili eðlilegri vinnu. Stór hluti þingmanna er ekki viðstaddur þingfundi og hafa því enga eða takmarkaða vitneskju um hvað fram fer á þingfundum og samþykktir laga í samræmi við það. Af þeim myndum sem hægt er að sjá í sjónvarpi af þingfundum er ekki hægt að álíta það að þingmenn skili eðlilegri vinnu auk þess sem banna á atkvæðaveiða-sjónvarpsútsendingar frá þingfundum ef það gæti bætt samþykkt lög svo hægt væri að fara eftir þeim.
Ef eitthvað vit á að vera í þingfundum á að banna öll orðaskipti í þingsal sem ekki snúast beint um þann lagabálk sem er til umræðu hverju sinni og skylda alla þingmenn til að vera viðstadda á þingfundum. Banna á allt ósæmilegt orðaskak þingmanna er varðar orð og gjörðir pólitískra andstæðinga. Umræður á Alþingi eiga eingöngu að snúast um efni og orðalag þeirra laga sem til umræðu eru. Með því væri hugsanlegt að tilgangur lagasetningar væri betur úr garði gerður og hægt að fara eftir lögunum án atvinnubótavinnu dómara og lögmanna. Gera á þingmenn ábyrga fyrir óábyrgu orðavali í lögum sem túlka má á marga vegu.
Í von um afnám utanlagadóma og annarra lögbrota starfsmanna stjórnsýslunnar vegna hirðuleysis af hálfu hins þríhöfða valds, löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.
Valdhöfum á að vera ljóst að tími bænaskjala frá fyrri tíð konungsvaldsins er liðinn og jafnrétti þegnanna gagnvart lögum er uppistaða í nútíma samfélagi.
Reykjavík 29. ágúst 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2016 | 12:07
Fæðingarorlof karríer-konunnar.
Fæðingarorlofsráðherrann hefur birt tillögur til breytinga á greiðslum til fólks eftir barnsburð. Er um að ræða allt að 60% hækkun frá núverandi greiðslum. Þetta telur ráðherrann vera smámuni fyrir ríkissjóð. Ráðherrann réttlætir þetta vegna fækkunar á árlegum fæðingum íslendinga.
Á sama tíma og ráðherrann telur möguleika á slíkri hækkun eru hunsaðar óskir eldra fólks um að fá hækkanir á lífeyri í samræmi við verðbólgu síðustu ára. Í atkvæðaveiðum ráðherrans er talið í lagi að skerða lífsgæði sjúklinga og eldra fólks því það sé hvort eð er á leið í moldina.
Ráðherrann, sem er kona, hefur ekki hugleitt það að fækkun á barneignum á Íslandi stafar af sérkennilegum hvötum karríerr-kvenna. Það er keppni kvenna í að telja sig vera jafningja karlanna í öllum störfum og þar af leiðandi telja þær sig ekki hafa tíma til að eignast börn. Starfið er meira spennandi en barnauppeldi. Karríer-hlutverkið er meira virði en viðhald mannkynsins. Hugsanlegt er að karríer-konur séu framsýnar og fækkun barneigna sé stefnumál þeirra í fækkun mannkyns eða eyðingu ef koma mætti í veg fyrir eyðingu alls lífs á jörðinni með aðgerðum skepnunnar sem kölluð er maður.
Í allri þessari baráttu karríer-kvenna hefur það gleymst að vinnuframlag karla hefur einkennst af því að vinna fyrir launum til að halda lífi í fjölskyldunni, konu og börnum, en ekki vegna spenningsins í starfinu. Hin svokallaða jafnréttisbarátta kvenna ber einkenni af afbrýðissemi.
Með framhaldi á afstöðu margra kvenna til barneign, kvenna sem hafa líffræðilega möguleika á að eignast börn með aðstoð karlsins, leiðir til þess er tíminn líður að mannkynið fjari út og nýtt afbrigði dýra taki við.
Svo virðist sem framlag Karríer-kvennráðherrans sé liður í karríer-keppni kvenna.
Á sama tíma og karríer-ráðherrann leggur fram sitt frumvarp er hunsað óskir um að sú kynslóð sem lagt hefur fram með elju sinni það velferðarþjóðfélag sem Ísland er fái sómasamlegt lifibrauð á síðustu árum ævi sinnar.
Ráðherranum vær nær að búa betur að eldri borgurum og sjúklingum. Ráðherrann hefur gleymt því að með óráðssíjunni og þjófnaði sem átti sér stað í bankakerfinu við hrunið var allt að 40% stolið af eigendum lífeyrissjóða í vörslu banka. Fjörutíuprósent skerðing á lífsafkomu stórs hóps íslenskra þegna við bankahrunið hefur ekki verið bætt af hálfu stjórnvalda þrátt fyrir tugmilljarða okur-hagnað bankakerfisins í eigu ríkisins.
Hefði stjórnvöldum verið í sjálfsvald sett að sjá til þess að bankarnir, með sínum okur-gróða, skiluðu því sem stolið var frá lífeyrissjóðunum í óráðssíju í starfi bankanna fyrir hrun.
Umræddur karríer-kvenn-ráðherra hefði átt að hugleiða það að vandamál ungs fólks hvað varðar leiguhúsnæði er fram kominn með apaskattinum á leigutekjur, svokallaður fjármagnstekjuskattur. Apaskatturinn fór beint í hækkun leiguverðs á húsnæði.
Fjármagnstekjuskatturinn er sambærilegur við þjófnað apans í hinni frægu sögu um mýsnar sem fengu apa til að skipta fyrir sig ostbita og mýsnar sátu síðan uppi án þess að fá neitt af ostinum.
Með vísan til viðhorfs karríers-kvenna til barneigna þá hafa margar karríer-konur, sem ekki hafa átt börn, vaknað upp við vondan draum þegar þær eru komnar af barneignaaldri að karríerinn hafi ekki skilað því eina sem er þess virði að lifa lífinu og þær því farið á mis við gæði lífsins. Sú vinna sem skila þarf til að fá lifibrauð er í flestum tilvikum unnin til að hafa ofan í sig og sína og í mörgum tilvikum leiðinleg nema hjá karríer-konum í jafnréttisbaráttunni.
Huga mætti að því að klónun mannsins taki við af lífi karríer-kvenna og þá er það ljóst að ekki verður klónað annað en kvennkynið.
Reykjavík 17. ágúst 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2016 | 07:17
Heilbrigði landsmanna.
Hafin er af hálfu starfsmanna heilbrigðiskerfisins barátta fyrir auknum skatti á sykraðar vörur. Er borið fyrir sig að sykurneysla sé skaðvænleg fyrir heilsu manna.
Það getur verið rétt að of mikil neysla (í óhófi) á sykri eða afurðum með íbættum sykri sé skaðleg en það er ekki í starfi heilbrigðisstarfsfólks að hafa afskipti af öllum gjörðum fólks ef það (heilbrigðisstarfsfólk) hefur aðra skoðun en hinn almenni borgari. Slík afskiptasemi gengur of langt inn á einkalíf fólks. Heilbrigðisstarfsfólki er heimilt að láta í ljós sínar skoðanir sem viðvaranir til almennings en hinn almenni þegn skal fá að ráða því hvaða lífsgæði hann velur sér.
Rétt þykir að benda á að áfengi, bjór, tóbak og önnur eiturlyf gera meiri skaða fyrir þjóðarbúið án þess að brugðist sé við því á viðunandi hátt. Þar af leiðandi er þessi afskiptasemi heilbrigðisstarfsfólks varðandi sykurneyslu landsmanna ekki ásættanleg og fellur undir grófa forræðishyggju starfsmanna. Það er óásættanlegt að skoðanir þessa starfsfólks eigi að hafa áhrif á líf allra einstaklinga. Þessir starfsmenn geta farið eftir sínum kenningum en eiga ekki að hafa vald til að þvinga aðra þegna inn á sínar skoðanir. Efni eins og hveiti, hnetur, glútín og fleiri efni eru hættuleg sumum persónum. Er því ekki næsta skref þessara heilbrigðisstarfsmanna að krefjast að skattar verði lagðir á eða hækkaðir á þessi efni.
Tjáningarfrelsi er talið til mannréttinda og hafa þessir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar fullan rétt á að tjá sínar skoðanir en eiga engan rétt til að knýja fram nýja skatta eða hærri skatta sem þjóni eingöngu kenningu eða skoðunum þeirra.
Ef afskipti heilbrigðisstarfsmanna af sykurneyslu landsmanna er réttlætanleg væri þessu fólki nær að knýja fram algjört bann við notkun alkahóls sem vímugjafa svo og tóbak og önnur eiturlyf. Þessi lyf sem falla undir eiturlyf gera meiri bölvun fyrir þjóðarbúið en sykurát nokkurra sælkera sem ekki vilja hlusta á leiðbeiningar þeirra sem telja sig vita betur en aðrir um skaðsemi sykurs.
Viðurkennt hefur verið að hvers konar efni hvort sem það er sykur eða önnur efni s.s. eiturlyf hafa mismunandi áhrif á fólk þar sem sumir einstaklingar þola vel en aðrir illa. Ef þessi forræðishyggja heilbrigðisstarfsmanna á að vera ráðandi þá endar það með að öll efni sem hafa slæm áhrif á heilsufar nokkurra einstaklinga verða bönnuð eða skattlögð til að skapa nýja tekjustofna fyrir ríkið en þeir einstaklingar sem ekki þola efnin verða ekki gerðir ábyrgir fyrir eigin velferð með því að forðast þau efni sem þeir ekki þola.
Þessi forræðishyggja sem þarna er á ferðinni endar með því að þeir sem gera tilraun til sjálfsvígs en mistekst verða dæmdir til dauða eins og sagt er að heimild sé til í ákveðnum ríkjum.
Viðvaranir og fræðsla um það sem má betur fara er vel þegið, en skerðingu á vilja og gjörðum einstaklinga á aldrei að hefta svo lengi sem gjörðir þeirra ganga ekki inn á rétt annarra einstaklinga eða samfélagsins. Það er ekki réttur samfélagsins að skipta sér af einkamálum borgaranna. Réttur samfélagsins nær aðeins til þess að setja samskiptareglur borgaranna innbyrðis en ekki til afskipta af einkamálum þeirra.
Sá einstaklingur sem ekki getur hagað sér innan ramma laga (samskiptareglna þegnanna) eftir notkun eiturlyfja, áfengis eða annarra efna, verður sjálfur að taka afleiðingum gjörða sinna en gjörðir hans (einstaklingsins) eiga ekki að bitna á öllum þegnum samfélagsins í skerðingu á mannréttindum.
Reykjavík 10. ágúst 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)