Færsluflokkur: Bloggar
9.3.2016 | 07:56
Er meðvitund stjórnmálamanna í lagi.
Í sambandi við verkföll sem gengið hafa yfir þjóðarbúið hefur fjármálaráðherra orðið tíðrætt um ábyrgð kröfuhafa, sem áttu í kjarabaráttu, að þeir þyrftu að sýna ábyrgð gagnvart stöðugleika á sviði fjármála í þjóðfélaginu og stilla kröfum sínum í hóf.
Svo virðist sem ráðherrann fylgist ekki með og sé ekki í takt við raunveruleikann. Hann hefur í sjónvarpsviðtölum komið inn á afleiðingar á fjármál landsins og verðgildi gjaldmiðilsins ef kauphækkanir verði miklar.
Miðað við reynslu síðustu 70 ára hefur verið stöðug barátta milli verðlags í landinu og kaupkrafna með viðeigandi gengisfellingum sem hefur leitt til þess að þeir sem hafa lægstu launin hafa tapað en þeir sem skammta sér sjálfir launin hafa mokað inn auðæfum.
Hvaða vit er í því að þeir sem eru taldir frammámenn í þjóðfélaginu þingmenn, ráðherrar o.fl. séu á fjórföldum launum þeirra lægst launuðu eða meira?
Eru störf þingmanna og ráðherra fjórum sinnum verðmeiri en sumra þegna samfélagsins?
Talað er um frjálsan samningsrétt í landinu en reyndin er sú að aðeins fáir útvaldir hafa þann rétt og það eru þeir sem skammta sér sjálfir launin.
Þjóðþingið, löggjafarsamkundan, setti lög sem bönnuðu verkfall en gleymdi að setja í lögin ákvæði um starfshætti gerðardóms að dómurinn ætti að taka mið af fjárhagsástandi þjóðarbúsins. M.ö.o. að setja dómnum skýr mörk til að fara eftir varðandi dæmdar kjarabætur til aðila í verkfalli. Kjarabætur áttu að miðast við fjárhagsafkomu þjóðarbúsins í niðurstöðu dómsins.
Vitað var, og ráðherra hefur viðurkennt í sínum sjónvarpsviðtölum, að allir vinnandi menn/konur myndu krefjast sambærilegra kjarabóta og aðrir hefðu fengið. Þetta er 70 ára reynsla launahækkana og gengisfellinga á Íslandi.
Ef ráðherrann heldur að hægt sé að hækka laun þingmanna o.fl. æðstu manna stjórnsýslunnar og hækkunin nemi nánast sömu fjárhæð og lægstu laun, sem greidd eru í landinu, er hann kominn á pall með svínunum úr sögu Orwells.
Miðað við varnaðarorð ráðherrans er hann hefur haft um kjaradeilur hefði hann átt að hækka laun með lagasetningu hjá öllum í landinu, sambærilega hækkun og aðrir fengu. Fella síðan gengið eins og þörf er á sem myndi sýna þegnum landsins að sú vitleysa sem hefur viðgengist í víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags er öllum til tjóns nema þeim sem fá hæstu hækkanir launa í krónum talið. Þeir sem falla undir sjálftökufólkið (þingmenn, ráðherrar og þeir sem greiða í kosningasjóði) hagnast alltaf nema með því að nota skattheimtuna með fleiri skattþrepum.
Varnaðarorð ráðherrans vegna verkfallanna og launakrafna fólks eru tímaskekkja og hefðu átt að koma fyrir löngu. Hæstu launahækkanir sem búið var að semja um átti með valdboði að ganga yfir alla. Eftir áratuga reynslu stjórnvalda af kjaradeilum og víxlhækkunum ætti núverandi stjórnvöldum, ef þeir hafa haft vit á að kynna sér sögu kjaradeilna, að vera ljóst hvert stefndi.
Hefði stjórnvöldum átt að vera ljóst það vandamál sem vænta mátti eftir að laun ákveðinna aðila voru hækkuð um yfir 60% eins og fréttir hafa borist af. Eru það í sumum tilfellum þeir sem hafa fengið tugir milljóna í arðgreiðslur.
Þá vitfirringu sem viðgengist hefur, að ákveðnir aðilar í hópi sjálftökufólks geti tekið út úr vasabókarfyrirtækjum tugi og hundruða milljóna króna sem arðgreiðslur sýnir hvað þjóðfélagið er orðið sjúkt og ætti að stöðva þegar í stað.
Sem dæmi um okurþjónustu og græðgi eru lögfræðifyrirtæki, tryggingafyrirtæki og bankastarfsemi sem skila þúsundum milljóna í arð til eigenda. Sama á við um útgerðir fiskiskipa o.fl.
Með þeirri ósvífni af hálfu stjórnenda banka, eins og gróðatölur sýna, að láta almenning í landinu greiða upp það sem hvarf í bankaránum bankanna, er vísbending um það sem koma skal í næstu kollsteypu.
Reykjavík 9. mars 2016
Kristján Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2016 | 10:23
Slys á ferðamönnum.
Mikil umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um slys á ferðamönnum sem koma hingað til lands.
Þessi umfjöllun hefur einkennst af því að slysvaldarnir séu Íslendingar. Virðist sem fréttamenn eða þeir sem koma upplýsingum á framfæri séu að leita að sökudólgum í íslensku samfélagi.
Ef tekið er mark á fréttum af þeim atburðum sem mesta umfjöllun hafa fengið virðist orsaka að leita hjá misvitrum ferðamönnum. Ef það er rétt eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að hluti ferðamanna virði ekki viðvaranir er þeim eru gefnar né viðvörunarskilti, og þar af leiðandi lendi þeir í ógöngum og tjóni, þá hljóta þeir að vera ábyrgir gjörða sinna. Það sem hefur einkennt þennan slysafaraldur hjá ferðamönnum er að þetta er allt fullorðið fólk.
Er kominn tími til að krefja alla ferðamenn sem flóttamenn um sannanir fyrir tryggingum er taka til allra þátta sem fyrir geta komið hjá þessu fólki meðan á dvöl hér á landi varir. Er þá átt við bæði slys er viðkomandi verður fyrir svo og hugsanlegum skemmdum sem viðkomandi getur valdið með komu sinni svo og kostnaði við björgun viðkomandi úr vandræðum.
Þær hjáróma raddir sem heyrst hafa frá mörgum að stjórnvöld þurfi að sjá um þetta og hitt til þess að koma í veg fyrir slys og óhöpp. Ef Íslendingar þurfa að hafa eftirlit með ferðamönnum sem koma til landsins eins og hvítvoðungum má ætla að þörf sé á 30.000 -- 40.000 eftirlitsmönnum til að fylgjast með að enginn fari sér að voða.
Þeir aðilar sem annast skipulagðar ferðir útlendinga um landið þyrftu að vara fólk við og gera því ljóst að hættur séu víða en það verði ekki haft eftirlit með þeim. Þeir séu á eigin ábyrgð ef ekki sé tekið tillit til viðvarana.
Að ætlast til að ríkisvaldið sjái um eftirlit með ferðamönnum svo þeir fari sér ekki að voða er fáránlegt. Slys við köfun, slys við óbyggðaferðir sem viðkomandi ræður ekki við, slys við fjöruferðir eða slys við akstur á malarvegum getur ekki orðið á ábyrgð ríkisins.
Ekki hafa verið birtar skýrslur um hlutfall slysa og dauðatilfella á ári hjá ferðamönnum á móti slysum á Íslendingum en samkvæmt fréttum er fjöldi ferðamanna meira en þreföld íbúatala landsmanna.
Flestir hugsandi menn gera sér grein fyrir þeim hættum sem leynast í umhverfinu og ekki þörf á að tíunda allt sem hugsanlega geti gerst. Það væri að æra óstöðugan, eins og flestir ferðamenn eru, að tíunda alla þá möguleika er leitt geta til slysa. Varasamt getur verið að reyna að taka sjálfræði af fólki (ferðamönnum) og því verður að taka þeim óhöppum sem verða án þess að tryllast.
Nauðsynlegt er gott eftirlit með farartækjum, s.s. bátum, bifreiðum, fjórhjólum, snjósleðum og flugvélum sem ferðamönnum er seldur aðgangur að. Öll forræðishyggja út fyrir almenna skynsemi hefur aldrei borið árangur.
Það er ekki hægt að kalla það skynsemi að virða ekki viðvaranir og leiðbeiningar bara af því að það sé spennandi að gera það sem er bannað eða hefur verið varað við.
Slys á ferðalagi er bara fórnarkostnaður þegar ferðamaður virðir ekki skynsamlegar ábendingar um hættu. Ef þörf er á meira en mannhæðar háum fangagirðingum við alla ferðamannastaði landsins til þess að hafa vit fyrir ferðamönnum þá verður lítið eftir af náttúrunni.
Væri nær fyrir æsifréttamenn fjölmiðla og nytsama sakleysingja á Alþingi (en þeir eru of margir) að taka á þessum málum af raunsæi án of mikillar forræðishyggju. Það verður orðið lítið af hinni svokölluðu náttúrufegurð þegar búið er að umbylta landinu með göngustígum, varnargirðingum og margra hæða skiltum til að vara ferðamenn við augljósum hættum sem sérhver skynsamur maður sér án skilta.
Athuga þarf vel að vatnsfall (foss) er ekki eingöngu náttúruundur heldur umhverfi þess einnig. Spilling á landinu með lagningu göngustíga þvers og kruss er ekki verndun náttúrunnar.
Reykjavík 8. mars 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2016 | 21:10
Stjórnarskrárbullið!
Í frumvarpi til stjórnskipunarlaga kemur fram eitt af hinu fræga pólitíkusarbulli.
Önnur málsgrein frumvarpsins kveður á um að auðlindir náttúru íslands séu þjóðareign og tilheyri íslensku þjóðinni. Þessi málsgrein er ekkert annað en falskt yfirvarp.
Í næstu málsgrein kemur fram það sem er megin tilgangur þeirrar nefndar sem samið hefur þetta frumvarp. Eru þar komnar hinar klassísku undanþágur sem einkenna lagasetningu á íslandi. Náttúrauðlyndir og landsréttindi sem ekki eru háð eignarrétti eru þjóðareign.
Með þessari undanþáguklausu er verið að tryggja það að ræningjaréttur sé eignaréttur. Eftir setningu laga um fiskveiðistjórnun og kvóta til þeirra sem fengu veiðirétt á fiski í kringum landið þá hófst strax, þrátt fyrir skýrt ákvæði í lögum um að veiðiréttindi skapaði aldrei eignarrétt, þá töldu útgerðarmenn sig eiga kvótann og hófu sölu sín á milli til að hafa af sjómönnum laun þeirra því útgerðarmenn sögðust hafa keypt kvóta.
Þessi skrípaleikur hefur haldist allar götur síðan og yfirlýsingar útgerðarmanna um að þeir eigi kvótann er síbyljusöngur frá Landsambandi íslenskra útgerðarmanna.
Ákvæði um landsréttindi og eignarétt þess er enn eitt bullið.
Þetta eignarréttarákvæði á landi er aðeins gilt gagnvart þessum töldu eigendum þegar þeir hagnast á því. Strax og upp koma atvik þegar skaði verður af eignarréttarlandi þá skal almenningur borga tjónið.
Hinir svokölluðu Landeigendur lepja rjómann af nýtingu landsins en hinir þegnar landsins bera kostnaðinn af t.d. hvers konar hamförum. Er svo langt gengið að bændur krefjast greiðslu fyrir vatnsrennsli ánna eftir mikinn flutning á vatni frá suðurhöfum til landsins sem fellur sem rigning eða snjór. En verði skemmdir af flóðum í ánum eða snjóflóð falla á landareign þá skal kostnaðurinn falla á skattgreiðendur. Sama má segja um skriðuföll, snjóflóð og jarðskjálfta. Allt jákvætt er eign landeigenda en allt tjón er kostnaður skattgreiðenda.
Ef eitthvað vit á að vera í því ákvæði stjórnarskrár er varðar eignarrétt jarða þá á enginn eignarréttur að vera á landinu en ábúendur fái ábúðarrétt til ákveðins tíma og eigi það sem þeir hafa lagt til jarðarinnar s.s. fasteignir og jarðarbætur sem ekki hafa þegar verið greiddar af ríkinu.
Ef ekki verður farin þessi leið um eignarrétt ríkisins á öllum náttúruauðlindum landsins er ekki hægt að svipta þegna landsins rétti til veiða í hafinu eins og hverjum þóknast. Rétti sem hefur verið viðurkenndur réttur sérhvers Íslendings í rúm þúsund ár eða jafnlengi og mislukkaður eignaréttur á landi.
Á það skal bent sérstaklega að stjórnendur landsins hafa lagt þrælaálögur á landsmenn sem kallað hefur verið viðlagagjald sem er nokkurs konar trygging fyrir kostnaði er kemur til vegna náttúruhamfara. Undir náttúruhamfari falla jarðskjálftar, skriðuföll, snjóflóð, ágangur sjávar og flóð í ám. Ekki má gleyma þeim kostnaði er hefur fallið til vegna innflutnings á búfjársjúkdómum. Þess ber sérstaklega að geta að verði náttúruhamfari á stór Reykjavíkursvæðinu er leiddi til skemmda á þúsundi fasteigna á því svæði yrði lítið um bætur til handa þeim sem þar búa.
Það sem er ósvífnast í hinu svokallaða eignarréttarákvæði er krafa landeigenda um að fá greitt fyrir rennsli ánna og eign á jarðvarma en kostnaður vegna vatnsrennslis og jarðhita sem ekki verður stjórnað og veldur tjóni skal greiðast af öðrum en landeigendum.
Þetta frumvarp til stjórnskipunarlaga er yfirklór eitt og aðeins til að tryggja að þeir sem eru ekki landeigendur greiði kostnað af tjónum er verða vegna landeignar einstaklinga eða fyrirtækja.
Fjórða fyrirbærið í frumvarpinu fjallar um; Að jafnaði skal taka eðlilegt gjald fyrir heimildir til nýtingu auðlinda sem eru í eigu íslenska ríkisins eða þjóðareign. Þetta sem kallast eðlilegt gjald á að ráðast af því hvaða pólitíska valdaklíka er við völd hverju sinni eins og rifrildið um veiðileyfagjald hefur verið síðustu í leikhúsinu við Austurvöll, Alþingishúsinu.
Spyrja má: Hvers vegna er talin ástæða til að skerða rétt allra Íslendinga til veiða í hafinu sem hefur verið við lýði í yfir þúsund ár en horfa fram hjá landræningjunum sem kallað er eignarréttur landeigenda?
Reykjavík 6. mars 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2016 | 18:21
Bankagróði - ræningjavinnubrögð.
Mikið hefur verið rætt um milljarða gróða íslenskra banka. Gróði þessi á rætur til okurstarfsemi bankanna á öllum sviðum.
Í fréttum af gróða bankanna hefur komið fram að gróðinn sé að stórum hluta vegna sölu á eignum bankanna. Hvaðan komu þessar eignir?
Þær eignir sem um er rætt er það sem hirt var af eigendum fyrirtækjanna eftir innandyra bankarán í bönkunum og þar af leiðandi skort á fjármagni hjá eigendum fyrirtækjanna. Af hálfu bankanna voru fyrirtækin hirt af fyrri eigendum sínum sem voru að verðmæti langt umfram skuldir fyrirtækjanna. Stjórnendum banka tókst að ræna fyrirtækjunum af eigendum vegna vandræða við að greiða af lánum er stjórnendur fyrirtækjanna höfðu fengið.
Fyrirtækin voru margfalt verðmeiri en verðmat stjórnenda bankanna. Yfirtaka bankanna var liður í hvarfi þess fjármagns sem hirt var úr sjóðum bankanna vegna óstjórnar og græðgi stjórnenda þeirra.
Við bankaránin þá hurfu stórar fjárhæðir úr sjóðum lífeyrissjóða sem voru í vörslu banka. Þetta hvarf fjármagns frá lífeyrissjóðum leiddi til mikillar rýrnunar á lífeyrisgreiðslum til lífeyrisþega með alvarlegar afleiðingar fyrir marga. Má líkja þessu framferði stjórnenda banka sem hreinum þjófnaði auk þess sem stunduð var óheiðarleg framkoma stjórnenda sem kallað hefur verið markaðsmisnotkun.
Í ljósi þess að okurgróði bankanna hefur verið eins og fréttir hafa borist af þá ættu stjórnvöld og stjórnendur bankanna að skila strax því sem tekið var ófrjálsri hendi úr lífeyrissjóðum í vörslu bankanna. Með því að skila því fjármagni sem tekið var mætti leiðrétta lífeyrisgreiðslur til þeirra sjóðfélaga sem urðu að sætta sig við 40% skerðingu á lífeyrir við bankaránin.
Reykjavík 4. mars 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2016 | 09:37
Lífeyrisgreiðslur og frestun á töku greiðslna.
Spekingar samfélagsins eru að hugleiða breytingar á rétti íslenskra þegna hvað varðar lífeyrisgreiðslur.
Ein hugmynd þeirra er að gefa fólki kost á að fresta töku lífeyris til 80 ára aldurs. Ekki er þess getið hvert hlutfall lífeyris af launatekjum fólks verði við frestunina. Ekki hafa spekingarnir upplýst um það hvað verði um væntanlega lífeyrisgreiðslur sem ákveðið er að fresta töku á til áttræðisaldurs ef viðkomandi sjóðfélagi andast 79 ára eða fyrr.
Hin boðaða leið til frestunar á töku lífeyris er BULL ef ekki kemur skírt fram eignaréttar ákvæði og erfðaréttur á óteknum lífeyri þess látna ef töku lífeyris hefur verið frestað. Yrði þá um að ræða greiðslu fyrir það tímabil sem töku lífeyris hefur verið frestað ef ekki kemur inn eignarréttarákvæði vegna allra greiðslna sem viðkomandi hefur lagt til sjóðsins óháð því hvenær hann andast.
Þessi frestun á töku lífeyris getur freistað þeirra sem ætla sér að verða eldri en aðrir en þeir vita ekki neitt um það hvenær vaktinni þeirra lýkur á jörðinni. Þeir sem hugleiða frestun á töku lífeyris í von um einhverja hækkun greiðslna seinna ættu að hugleiða það strax hvort ekki væri betra að taka við greiðslum við fyrsta tækifæri og annast sjálfir ávöxtun fjárins ef ekki er þörf fyrir það fé sem fæst og geta þá gripið til þess ef þörf krefur.
Af hálfu stjórnvalda er skipulega unnið að því að þjóðnýta alla lífeyrissjóði á svipaðan hátt og þjófnaður svokallaðs grunnlífeyris sem komið var á með lögum 1946 en hirtur (stolið) af ríkinu (stjórnvöldum/ríkisstjórn og þingmönnum) í kringum 1990.
Með vísan til þeirrar græðgi sem einkennir stjórnmálamenn að hugsa aðeins um afkomu sína og sinna hafa þeir tekið ófrjálsri hendi afrakstur og eigur þjóðarinnar til einkanota á síðustu áratugum.
Ástandið í íslensku fjármálalífi má líkja við þá kúgun sem ríkti á fyrri öldum undir stjórn jarla, hertoga, baróna og annarra slíkra. Stjórnendur landsins vinna skipulega að því að allt fémætt í landinu komist undir hendur hinn útvöldu stuðningsmanna án þess að stjórnendum hafi verið veitt heimild til slíkra aðgerða af hálfu hinna almennu þegna landsins. Stjórnendur (pólitíkusar og fjármálamenn) hafa myndað skipulagða MAFÍU til að halda völdum og hindra að óvelkomnir komist að.
Eins og málum er háttað núna er unnið skipulega að því að blekkja almenning með þessu falska gylliboði um frestun á að taka lífeyri.
Íslendingar ættu að hugleiða vel og vandlega hvort þeir hafi tök á að stjórna lífslengd sinn vel fram yfir áttræðisaldur.
Lífeyrissjóðir voru stofnaðir vegna framsýni margra góðra manna sem gerðu sér ljóst að maðurinn/konan hefðu ekki starfsorku í réttu hlutfalli við lífslengdina. Því kæmi að því hjá mörgum að hafa ekki þrek til að vinna fyrir sér á efri árum og því nauðsynlegt að tryggja lífsafkomuna eftir bestu getu.
Ljóst varð strax að allir einstaklingar hefðu ekki þá sjálfstjórn að leggja fyrir af launum sínum og spara til efri ára. Af þeirri ástæðu var farið út í það að stofna tryggingafélag sem kallað var lífeyrissjóður og skylda sérhvern meðlim í starfsgreininni til að gerast meðlimur. Í þessari samtryggingu fólst að ef einhver yrði óvinnufær áður en kæmi að töku lífeyris yrði viðkomandi tryggð ákveðin fjárráð með greiðslum úr sjóðnum. Eitt atriði í þessu tryggingarkerfi er það að þeir sem látast án þess að ná aldri til að fá greiðslur úr sjóðnum þá fellur framlag þeirra til sjóðsins óbætt.
Athuga þarf vel varðandi töku lífeyris að hugsanlegt er að viðkomandi þurfi að fá sér vinnu sem ekki fellur undir viðkomandi lífeyrissjóð ef hann hyggst halda áfram störfum.
Af framanrituðu er það þarft verk fyrir launþega að hugleiða vel áður en ákveðið er að fresta töku lífeyris, því í mörgum tilvikum myndi sá lífeyrir falla óbættur.
Reykjavík 3. mars 2016
Kristján S. Guðmundsson
f.v. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2016 | 07:39
Meindýr glæpaverka 39. kafli.
Réttlæti á uppboði. Sá sem hefur næg fjárráð og býður best fær hagstæðustu niðurstöðu í dómsmáli. Mannréttindi eru föl hæstbjóðanda í lögregluríki.
Það er kallað lögregluríki eða fasistaríki þar sem stjórnvöld hafa afskipti af störfum lögreglu í eiginhagsmuna skyni.
Að kröfu þríhöfða-þursans (stjórnvalda: löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds)) hefur lögreglan hunsað að rannsaka ákærur á hendur dómurum og mönnum í æðri stöðum stjórnkerfisins. Er þetta sönnun fyrir því að Ísland er lögregluríki.
Viðurkenna má það að vissu marki að hægt sé að afsaka lögregluna varðandi rannsókn á einu máli af fimm þar sem fyrir hendi er skrifleg yfirlýsing lögreglumanns um að lögreglan sé vanhæf til að rannsaka málið þar sem einn af æðstu mönnum lögreglunnar er tengdur lögbroti sem tengt er kærunni. Er þar komið skýlaust dæmi um vanhæfi persóna til afskipta af máli og staðhæfing á því að dómarar eiga ekki að koma að neinum þætti rannsókna þessara kærumála vegna vanhæfis.
Í siðmenntuðum löndum er reynt, þegar slík staða kemur upp að ákveðnir aðilar eru vanhæfir til starfans, þá eru settir óvilhallir og óháðir aðilar til að sinna starfinu og finna lausn. Eins og í þeim ákærum sem hafa verið lagðar fram er vanhæfið víðtækt. Eins og málum er komið nú eru allir dómarar ríkisins, lögreglustjóri höfuðborgar-svæðisins, Ríkissaksóknari og ákveðnir aðilar stjórnsýslunnar vanhæfir til að hafa afskipti af umræddum kærumálum.
Ekki er hægt að halda því fram að dómsvaldið eigi að koma að málum sem varða lögbrot dómara eins og í þessum kærumálum sem hér eru til umfjöllunar. Það er þekkt á meðal siðaðra manna að sjálfdæmi sé fengið í hendur þess sem lög og réttur hefur verið brotin á en það þekkist ekki að hinn brotlegi (lögbrjótur) fái að dæma í eigin sök. Sjálfdæmi stjórnvalda er þekkt í einræðisríkjum /lögregluríkjum (sem og Íslandi) þar sem að lög eru ekki í gildi nema þau sem varðar hagsmuni stjórnvalda. Lög sem varða hina almennu þegna landsins s.s. mannréttindi eru virt að vettugi.
Síðasta útspil Hæstaréttar í valdagræðgi þeirra (dómaranna) kom fram þegar þeir úrskurðuð 23-24 febrúar 2016 að engum væri heimilt að hafa afskipti af gjörðum þeirra. Þeir væru einvaldar og engir nema þeir sjálfir hefðu leyfi til að skipta sér að gjörðum þeirra. Þetta voga glæpamennirnir í stöðum dómara að bera á borð fyrir almenning þegar sannanir liggja fyrir um alvarleg brot á stjórnarskrá og almennum lögum af hendi dómara. Þessir einræðisseggir telja sig alvitra og allsráðandi í sínum glæpaverkum.
Í gildandi lögum eru skýr ákvæði um að allir þegnar landsins skuli vera jafnir fyrir lögunum og dómarar skuli í úrskurðum sínum aðeins fara eftir gildandi lögum. Ef dómarar, eins og sannanir eru fyrir hendi, fara út fyrir ramma laganna eru þeir lögbrjótar og ef ekkert afl er fyrir hendi í samfélaginu til að taka á gerræðisglæpum dómara Hæstaréttar og héraðsdómstóla er ekkert fyrir þegnana sem verða fyrir utanlagadómum glæpamanna í störfum dómara nema taka refsivaldið í eigin hendur og jafnvel aflífa meindýrin.
Glæpamenn í stöðum dómara hafa aðeins vald í þjóðfélaginu er rúmast innan gildandi laga. Öll störf dómara sem ekki falla innan gildandi laga settum af Alþingi eru lögbrot.
Dómarar benda á hið þrískipta vald sem bundið er í stjórnarskrá og þeir séu ósnertanlegir í sínum stöðum. Þessir glæpamenn hafa aðeins það vald sem þeim er fengið innan gildandi laga. Ef að þeir taka vald fyrir utan gildandi lög eins og sannað hefur verið eru þeir réttdræpir ef engin önnur úrræði eru fyrir þolendur glæpa þeirra.
Þessir glæpamenn í stöðum dómara, sem ekki hafa farið að gildandi lögum, geta ekki borið fyrir sig ákvæði stjórnarskrár um vald dómara því það vald byggist eingöngu á gildandi lögum sem þegnarnir eiga að fara eftir. Hin sjúklega geðveila sem hrjáir suma dómara veitir þeim engin fríðindi í starfinu.
Ástand í réttarfari þegnanna á Íslandi er í anda einræðis þar sem ólöglegar athafnir stjórnvalda, með vísan til ákvæða gildandi laga, eru taldar löglegar athafnir. Hinar ólöglegu athafnir er stjórnvöld framkvæma yrðu aldrei látnar afskiptalausar af lögreglu (framkvæmdavaldi) ef hinn almenni þegn vogaði sér slík lögbrot.
Í ljósi þeirra staðreynda, að mannréttindi þegnanna eru ekki virt á Íslandi, kemur að því eins og oft hefur komið fyrir í sögu mannkyns að þegnarnir taka lögin í sínar hendur. Kostar það innbyrðis átök á milli þegnanna sem leiðir af sér mannvíg og eyðileggingu verðmæta.
Mannleysurnar í framkvæmdastjórn ríkisins, Íslands, hafa ekki þorað að beita lögreglunni gegn undirrituðum þrátt fyrir alvarlegar viðvaranir vegna aðgerða sem gripið verður til ef mannleysurnar sjá ekki að sér og virði mannréttindi þegnanna. Eitt er öruggt að þessir huglausu aðilar verða þvingaðir til aðgerða þegar refsingu undirritaðs hefur verið beitt.
Við málarekstur gegn undirrituðum, eftir alvarlega atburði við að refsa lögbrjótunum, verður upplýst um lögbrot stjórnvalda, sem kært hefur verið út af, og kemur fram í áðurnefndum kærumálum. Þá hafa stjórnvöld enga leið til til að hindra að þær upplýsingar berist út er varðar yfirhylmingarstefnu þeirra. Verður þá komið það stig er yfirhylming stjórnvalda á lögbrotum verði uppvís eins og varð þegar hrunið varð og allt gert til að breiða yfir feluleik stjórnvalda á hruninu.
Þar sem refsivert er að hylma yfir lögbrot, og stuðla að framhaldi á lögbrotum, eins og stjórnvöld ( þríhöfða þursinn) hafa gert, varðandi umrædd kærumál og verja þar með glæpsamlegt athæfi sem framið er í réttarkerfinu, er það spurning hvort fangelsið á Hólmsheiði verði nægjanlega stórt til að hýsa alla lögbrjóta stjórnsýslunnar.
Mannleysurnar í stétt dómara hafa ekki þorað að stefna undirrituðum fyrir dóm (sjálfdæmi glæpamanna) af ótta við að opinberað verði hið glæpsamlega athæfi þeirra. Hvort lögreglunni (framkvæmda-valdinu) sé mútað af stjórnvöldum og réttarkerfinu (þriðja hausnum) til að hunsa rannsókn á þeim kærumálum er varða lögbrot dómara kemur í ljós ef svo er.
Að gefnu tilefni er hér vitnað í Umboðsmann Alþingis að dómsorð dóma hafi lagalega bindandi áhrif.
Ef að umboðsmaður Alþingis er farinn að setja lög til hvers er Alþingi. Í starfsreglum dómara stendur skýrt að í störfum sínum skuli dómarar aðeins fara eftir gildandi lögum í úrskurðum sínum.
Væri æskilegt að Umboðsmaður Alþingis gerði betur grein fyrir ummælum sínum og tjáði sig af hreinskilni og heiðarleika ; (Vísast til þess sem haft var eftir Umboðsmanni Alþingis í blaði 19. september 2001).
1. Hvort dómur sem kveðinn er upp án gildandi stoðar í lögum sé lagalega bindandi?
2. Hvort uppkveðinn dómur sé bindandi fyrir öll sambærileg tilvik, sem koma til úrlausna og falla undir sömu lagagrein, eða hvort úrskurður um túlkun lagagreinar í dag þurfi ekki að vera eins vegna sömu lagagreinar á morgun?
3. Eiga dómarar sjálfdæmi í málum þar sem þeir hafa brotið lög sbr. síðasta úrskurð Hæstaréttar. Æskilegt er að Umboðsmaður Alþingis svari undirrituðum skriflega þessum þremur spurningum.
Reykjavík 29. febrúar 2016
Kristján S. Guðmundsson
Árskógum 6 12-2
109 Reykjavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2016 | 16:47
GUÐIR RÉTTARKERFISINS.
Í íslensku samfélagi er komin upp sú staða að Hæstiréttur (dómarar) telja sig setta/hafna yfir öll lög og þeir þurfi ekki að svara til saka fyrir sínar misgjörðir.
Reynt hefur verið að skipa valinkunna, heiðarlega og siðaða menn til starfa sem dómara. Þrátt fyrir skýlausan vilja og ásetning þjóðfélagsins (þegnanna) til að dómarar séu heiðarlegir og fari eftir gildandi lögum í störfum sínum eru svartir sauðir innan um. Svartir sauðir sem hafa náð að leyna geðveilum sínum eins og flugmaður þýsku flugvélarinnar sem var grandað í Ölpunum.
Þessir svörtu sauðir, eins og þeir sem ákærðir hafa verið fyrir lögbrot, hafa komið sér í vellaunuð embætti með því að leyna skorti á geðheilbrigði sem þeir nota síðan til óhæfuverka eftir því hvernig andlegt heilsufar þeirra er á hverjum degi.
Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar er hið íslenska réttarkerfi ósnertanlegt og vísa þar með til stjórnarskrár. Væri þetta í lagi (ásættanlegt) ef dómarar færu eftir gildandi lögum um starfsvettvang og starfsreglur dómara, í störfum sínum, sem bundið er í lögum.
Talað er um svarta sauði sem misyndis- eða mislukkaðar persónur. Þetta hugtak svartir sauðir á vel við marga dómara eins og fólk í öðrum stéttum. Í þessu tilviki má fella undir svarta sauði þá dómara sem ákærðir hafa verið fyrir lögbrot í starfi (utanlagadóma). Þessir svört sauðir dómskerfisins hafa komið óorði á hið íslenska réttarkerfi og ef skoðaðar eru misgjörðir þeirra eða ásetnings-lögbrot bera þau öll keim af skorti á geðheilbrigði.
Svörtu sauðir réttarkerfisins hafa talið sig yfir alla aðra hafnir og gjörðir þeirra væru heilagar og óbreytanlegar. Margur valdsmaður fyrri alda taldi sig ósnertanlegan þótt hann lenti undir fallöxinni eða annarri aftökuaðferð. Þar sem engin breyting hefur orðið á frelsisþrá mannskepnunnar og baráttuvilja gegn sérhverri kúgun og misþyrmingum af höndum hinna svörtu sauða samfélagsins, þá hafa íslenskir svartir sauðir ekkert meira öryggi en hinir svörtu sauðir fyrri alda.
Það verður að teljast undarlegt ef geðveikir svartir sauðir í störfum dómara hafi vald til þess að setja lög eins og fram kemur í niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að uppkveðinn dómur sé bindandi sem lagasetning. Ef úrskurður geðveiks dómar sem ekki stenst gildandi lög í landinu eigi að vera lagalega bindandi fyrir þegnana er þjóðfélaginu stjórnað af geðsjúklingum.
Á síðustu öld voru persónur eins og hinir ákærðu dómarar kallaðir gaddavírshórur eða óheiðarlegar persónur. Einkenni á óheiðarlegum persónum, eins og þeim sem hér er átt við, er hugleysi þegar þeim er svarað af fullri hörku. Þetta er einkenni á glæpamönnum sem byggja sín óhæfuverk á krafti byssunnar en þegar byssan er tekin af þeim eru þeir eins og volandi smábörn. Hugrekki dómaranna sem ákærðir hafa verið er í þessa veru. Þeir skammast sín vegna hugleysis og reyna að fela sig og láta lítið fyrir sér fara.
Það er erfitt fyrir ráðamenn þjóðarinnar að viðurkenna það ófremdarástand vegna valdagráðugra og hefnigjarnra dómara sem vilja flagga sínum utanlagadómum af tómri hefndarþrá. Ef slíkir sálartruflaðir starfsmenn ríkisins fá leyfi til að kveða upp sína dómsúrskurði, utanlaga dóma, sem síðan eru taldir lagabindandi fyrir þegnana má spyrja; Til hvers er Alþingi?
Stjórnvöld sökkva dýpra og dýpra í fúafen réttleysisins verði ekki brugðist við og stöðvað framferði andlegra vanheilla manna sem hafa komist í stöður dómara.
Það eitt að neita rannsókn á málum sem kærð hafa verið er sönnun þess að ákærurnar eru byggðar á óhrekjandi sönnunum því annars hefði sá sem ákærir verið dregin fyrir dóm vegna órökstuddra ákæra og ummæla um ríkisstarfsmenn í æðri stöðum landsins. Stjórnvöld telja betra að þegja yfir ákærunum sem þeir geta ekki hrakið og vonast eftir að það náist að þagga málin niður.
Ef málin verða ekki rannsökuð er ekkert annað sem bíður en aflífun meindýrs og knýja þar með fram rannsókn mála.
Reykjavík 1. mars 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2016 | 12:16
Hvað er vandamál?
Fjölþjóðasamfélag er kappsmál nytsamra sakleysingja á Íslandi. Þessir sakleysingjar sem heimta fjölþjóðasamfélag og innflutning á framandi siðum og menningu hafa litla þekkingu á málum er varða trúarbrögð, menningu og siði þessara flóttamanna.
Þetta fólk, hinir nytsömu sakleysingjar, ætti að kynna sér þau vandamál sem upp eru komin á Norðurlöndum. Er vandamálið orðið svo alvarlegt í Svíþjóð að börn eru ekki örugg á leið í skóla eða heim frá skóla. Eru foreldrar farnir að keyra börnin til og frá skóla af ótta um öryggi barnanna vegna atvika er upp hafa komið á síðasta ári.
Konur eru ekki óhultar að vera einar á ferð eftir að skyggja tekur. Konur sem fóru út að hlaupa eftir vinnu áður en flóðalda flóttamanna skall á Svíþjóð þora ekki lengur út einar að kvöldi til af ótta við árásir útlendinga og eru árásir orðnar allmargar. Hafa árásir á börn og konur verið eins og smitsjúkdómur sem hefur breiðst út á síðasta ári.
Er ástandið orðið svo slæmt að það líkist stríðsástandi og óttaslegnir frumbyggjar Svíþjóðar eru orðin fangar í sínu heimalandi vegna aðfluttra hryðjuverkamanna sem hata konur.
Þetta ástand sem er orðið í Svíþjóð bíður okkar í framtíðinni með gengdarlausum flutningi á misjöfnum sauðum í hópi hinna svokölluðu flóttamanna. Það væri æskileg að hinir nytsömu sakleysingjar á Íslandi vöknuðu til lífsins af doðasvefni sjálfselsku og kynntu sér þau vandamál sem hafa komið upp í allri Evrópu við innrás flóttafólksins.
Ríkisstjórn Íslands er eins og villuráfandi sauður í þessum flóttamannamálum og eru pólitíkusar að reyna atkvæðaveiðar á þeim miðum sem hinir nytsömu sakleysingjar halda sig. Er þetta ríkisstjórn sem forsmáir þegna hins íslenska samfélags. Stefnt er að því að flytja stóran hóp flóttafólks til landsins og skaffa fólkinu húsnæði og lifibrauð (fjármagn) á sama tíma og fjöldi landsmanna er á hrakhólum vegna skorts á íbúðarhúsnæðis og aldraðir og öryrkjar líða skort, bæði fæði og lyf.
Samkvæmt fréttum er hópur barna sem lifir undir fátækramörkum á Íslandi á meðan stjórnvöld sóa hundruðum milljóna króna í gæluverkefni við atkvæðaveiðar.
Hrekkjalómarnir KNOLL og TOTT (forsætisráðherra og fjármálaráðherra) ættu að snúa sér að lausn þeirra vandamála sem herja á þegna landsins. Knoll og Tott voru kjörnir til að sinna innanríkismálum og halda friðsamlegu sambandi við aðrar þjóðir. Hrekkjalómarnir voru alls ekki kjörnir til að skipta sér af vandamálum heimsbyggðarinnar heldur leysa vandamálin innanlands.
Vandamálin innanlands s.s. fjárhagur aldraðra og öryrkja, húsnæðisvandræði svo og heilbrigðiskerfið og biðlistar hinna mörgu Íslendinga sem bíða eftir læknishjálp eru forgangsverkefni fram yfir gæluverkefni stjórnmálamanna, Hrekkjalóma.
Reykjavík 1.mars 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2016 | 06:51
Vinnubrögð fjármálaeftirlits.
Vinnubrögð stjórnenda fjármálaeftirlits eru mjög sérkennileg eða starfsregla stofnunarinnar er meingölluð.
Í fréttum á vef Morgunblaðsins er frétt um það að fjármálaeftirlitið hafi sektað Almenna lífeyrissjóðinn um 18.ooo.oooKR. vegna meintra mistaka eða græðgi stjórnenda sjóðsins við fjárvörslu fyrir sjóðsfélaga.
Verður þessi ráðstöfun eftirlitsins að teljast sérstök að sekta dauðann lögaðila sem hefur ekkert framkvæmdavit né getu til neins.
Spyrja má: Hvernig getur lögaðili tekið sjálfstæða ákvörðun þar sem lögaðili hefur ekki bestu vitund né aðgerða hæfileika?
Hefur Fjármálaeftirlitið leyfi (lagalega heimild) til að rýra eigur lífeyrissjóðsfélaga vegna meintra lögbrota stjórnenda sjóðsins?
Þeir sem hafa framkvæmt hið meinta lögbrot, að mati eftirlitsins, eru stjórnendur lífeyrissjóðsins og hljóta að vera ábyrgir gjörða sinna. Því væri nær fyrir Fjármálaeftirlitið að sekta sökudólgana persónulega og jafnvel svipta þá leyfi til að sitja í stjórn slíkra lögaðila sem lífeyrissjóðir eru. Sú sekt sem hefur verið ákveðin er beinn þjófnaður frá eigendum sjóðsins sem eru lífeyrisþegar og aðgerðin í óþökk eigendanna. Hver/hvor þjófurinn er á þessum 18.000.000KR. má Fjármálaeftirlitið ákveða en það eru ekki eigendur sjóðsins (sjóðsfélagar). Lífeyrissjóðum er stjórnað af 6 persónum atvinnurekenda á móti 4 persónum eigenda sjóðsins eða þrír frá atvinnurekendum á móti tveimur frá sjóðsfélögum.
Hinir raunverulegu eigendur sjóðanna hafa ekki tök á að fylgjast með öllum gjörðum stjórnenda sem eru aðallega leppar atvinnurekenda að 3/5 hluta. Fulltrúar sjóðseigenda eru ekki valdir til að stunda lögbrot. Lögbrot eru á ábyrgð gerenda en ekki sjóðsfélaga.
Í ljósi þess að sérhver þegn er ábyrgur gjörða sinna innan íslenskra laga og sérstök ábyrgð ef eitthvað er framkvæmt utan gildandi laga. Lífeyrissjóður getur ekki verið ábyrgur heldur þeir sem vinna fyrir eigendur hans. Stjórnendum er falið að vinna innan gildandi laga og hafa ekki fengið leyfi eigenda til að brjóta lögin. Lögin hafa verið brotin af stjórnendum lífeyrissjóðsins en ekki lögaðilanum, lífeyrissjóðnum.
Fjármálaeftirlitið hefði mátt sína þessa röggsemi gagnvart stjórnendum Landsbankans og stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem voru í vörslu Landsbankans fyrir hrunið 2008. Þá kom í ljós að sólundað hafði verið um 40% af eignum sjóðanna með ólögmætum hætti og þar með einkaláni til stjórnarformanns bankans án nokkurrar tryggingar.
Það er ekki traustvekjandi stofnun Fjármálaeftirlitið þegar sum mál eru tekin fyrir en ekki önnur og virðist sem farið sé í feluleik með sum mál sem upp koma eftir því hverjir eru stjórnendur.
Reykjavík 29. feb. 2016
Kristján S. Guðmundsson
f.v. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2016 | 20:05
Fjölþjóðasamfélag.
Þessi framsetning á samsetningu þjóðar er allundarleg þótt meira mætti segja.
Mikið hefur verið rætt og ritað um fólksflutninga landa í milli vegna mismunandi lífsafkomu í hinum ýmsu löndum.
Fjölmenningarsamfélag er rómað af mörgum og sumir halda ekki vatni af ástríðu til að sem flest afbrigði af fólki, menningu og siða sé blandað saman. Þessi ástríða einkennist af athyglissíki og vanþekkingu fólks sem kalla má nytsama sakleysingja. Þetta fólk hefur enga reynslu af mismunandi menningu og siða sem eru ríkjandi á hinum ýmsu svæðum jarðarinnar.
Því er spurt: Á aðkomufólk (aðflutt fólk) að samlagast siðum þess samfélags sem það kýs að setjast að í eða eiga þeir sem fyrir eru að skipta yfir í siði aðkomufólks?
Algengt er að heyra og lesa um óbeinar kvartanir aðkomufólks að það (aðkomufólkið) finnst því sem það sé einangrað og ekki virt sem jafningjar frumbyggjanna ( þeirra sem eru fyrir áður en aðkomumenn komu). Af þessari ástæðu verða til það sem kallað hefur verið GETTO eða svæði sem fólk af sama menningasvæði safnast saman á eftir flutning til annars menningarsvæðis.
Ef upplýsingar eru réttar sem mikið er rætt um þá er þegar orðið í Reykjavík svæði sem talið er GETTO þar sem fólk af svipaðri menningu og trúarbrögðum hefur safnast saman. Einnig er farið að koma upp gengi lögbrjóta sem ekki virða siði og menningu Íslendinga með vísan til átaka gengja sem kölluð hafa verið glæpagengi að erlendri fyrirmynd.
Ef Íslenskir fjölmenningar elskendur, hinir nytsömu sakleysingjar, eru að kalla yfir okkur þá ómenningu sem fylgir flóttafólki samkvæmt reynslu annarra Evrópu þjóða er því fólki (hinum nytsömu sakleysingjum) heimilt að flytja úr landi til þeirra menningarsvæða sem það er hrifið af. (Má þar vísa til frægs atviks er íslenskum BOLSIVISMA sem rómaði þá kenningu og var honum boðið að flytja til þess ríkis þar sem sú menning ríkti).
Það er ekki með þessu verið að segja að siðir þessa fólks séu óæðri siðir en okkar en að láta aðkomufólk umbylta siðum og menningu, sem hefur viðgengist í mörg hundruð ár á Íslandi, getur ekki talist réttlætanlegt. Ef þetta fólk er reiðubúið til að virða og samlagast siðum og menningu okkar og þar með tungumálinu um aldir og ævi er óþarfi að amast við því.
Eitt stórt vandamál er verður til við komu þessa fólks er t.d. tungumálavandamál sem orðið er eitt af stærri vandamálum í íslensku samfélagi. Að auki eru allmörg atvik sem leitt hafa til vandræða vegna komu útlendinga til landsins og dvalið um lengri eða skemmri tíma.
Ekki er hægt að mæla því bót að aðfluttir séu um 10% af íbúum landsins og 95% af þeim tala ekki Íslensku. Slíkt býður upp á einangrun fólks og myndun GETTÓA.
Á meðan íslensk stjórnvöld hafa ekki manndóm í sér til að sjá íslenskum þegnum fyrir mannsæmandi lífskjörum er ekki hægt að sjá að stjórnvöld hafi rétt til þess að sólunda fé til að halda uppi erlendum vopnaframleiðendum.
Reykjavík 28. febrúar 2016
Kristján S. Guðmundsson
f.v. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)