Færsluflokkur: Bloggar
21.10.2014 | 12:22
Þrjár heimsálfur.
Ríkisútvarpið /Sjónvarp auglýsir þátt í sjónvarpinu á furðulegan hátt. Er þetta þátturinn um Arabíuskagann. Í auglýsingunni er þess getið að Arabíuskaginn sé á mörkum þriggja heimsálfa.
Við skoðun á þessari fullyrðingu er ekki hægt að sjá að starfsmenn RÚV hafi lært mikið í landafræði á sínum skólaárum.
Þar af leiðandi er óskað eftir svari: Hvaða þrjár heimsálfur liggja að Arabíuskaganum?
Einnig óskast upplýst: Hvort gerðar hafi verið breytingar á skiptingu þurrlendis jarðar í heimsálfur og hvort þeim (heimsálfunum) hafi verið fjölgað með nýju skipulagi?
Er með þessari starfsemi Ríkisútvarpsins verið að staðfesta sögufölsun eða staðreyndafölsun sem erlendi viðmælandi í kastljósþætti Sjónvarpsins gat um varðandi sannleika og ósannindi sem fréttamenn bera á borð fyrir landsmenn?
Þetta er ekki eina tilraunin til staðreyndafölsunar sem fram hefur komið í íslenskum fjölmiðlum. Því væri æskilegt að stjórnendur stofnunarinnar gerðu tilraun til að hindra það að saga mannsins og gjörða hans á jörðinni verði skráð samkvæmt staðreyndum en ekki vankunnáttu starfsmanna stofnunarinnar.
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2014 | 17:04
Söluskattur âvirðisaukaskattur
Með tilkomu söluskatts/virðisaukaskatts fyrir nokkrum áratugum boðuðu stjórnvöld að tekjuskattur yrði aflagður eða stórlega lækkaður. Á þessum forsemdum var þessi skattur samþykktur á sínum tíma.
Þetta nýja skattaform átti að vera réttlátara því með því þá borguðu þeir sem eyddu mestu meira til ríkisins. Hefur oft verið notað þetta hugtak af pólitíkusum að þeir eigi að borga sem hafa efni á að eyða peningum. Þetta skattaform átti að vera allra meina bót í innheimtu skatta.
Því miður hefur raunin orðið önnur og ekki verið neitt að marka það sem komið hefur (sagt hefur verið) frá forystusauðum samfélagsins. Reynslan er orðin skattaáþján.
Með frumvarpi fjármálaráðherra um að hækka hið lægra skattþrep (skatt á matvæli) og rök hans fyrir þeirri breytingu er álit manns sem ekki er í takt við raunveruleikann í þjóðfélaginu og yfirlýsing hans í fréttum um að ekki verði fallið frá þessari ákvörðun, sína ávísun á afsögn hans vegna hroka og lítilsvirðingar við þegna þessa lands. Rök hans um mótvægisaðgerðir á öðrum sviðum skattamála er vísbending um að þar séu eiginhagsmunirnir ráðherrans sem ráða.
Sem dæmi um hvað stefna fjármálaráðherra er vanhugsuð má benda á að í landinu eru nálægt 40.000 ellilífeyrisþegar og öryrkjar sem eyða því sem eftir er, þegar greitt hefur verið fyrir húsnæði, rafmagn, hita og skatta, í lífsviðurværi sitt, sem er að stærstum hluta matvæli.
Ef að fjármálaráðherra veit ekki betur þá finnast ekki ellilífeyrisþegar sem fá svokallaðar barnabætur og fæstir þeirra standa í stórframkvæmdum eins og ráðherra ýjar að í sínum ummælum með lækkun virðisaukaskatts á byggingavörur og lúxusvarning sem aðeins efnamenn geta keypt.
Sá hroki sem lýsir sér í orðum ráðherra hefur kallað fram álit manna hvar sem maður kemur að ekki sé að undra þetta viðhorf ráðherrans. Hann sé fæddur með gullskeið í munni og hafi aldrei þurft að dýfa hendi í kalt vatn til að vinna fyrir sínu lifibrauði. Honum sé því ókunnugt um það ástand sem er í þjóðfélaginu þar sem talsverður fjöldi þegna sem nær ekki endum saman hvað fjármál varðar.
Í þjóðfélaginu er hópur fólks sem neitar sér um læknisaðstoð og lyfjanotkun vegna fjárhagserfiðleika. Ef ráðherra er ekki betur að sér um ástand í þjóðfélaginu en fram kemur í umræddu frumvarpi á hann að hugsa um eigið fyrirtæki og skipta sér ekki af þjóðmálum sem hann virðist ekki bera neitt skynbragð á.
Ríkisstjórn sem er svo veruleikafirrt með vísan til umrædds frumvarps ætti að víkja og leifa einhverjum, sem eru nær raunveruleikanum í þjóðfélaginu, að leysa úr þeim vanda er við blasir.
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2014 | 09:55
Lánshæfismat og lánastofnanir.
Eftir svokallað bankahrun þegar milljörðum af sparifé landsmanna var stolið í innanbanka ránum var af hálfu stjórnvalda komið á sérstöku stjórnkerfi er kallast greiðslumat.
Til hvers átti þetta svonefnda greiðslumat að vera?
Í upphafi var sagt að greiðslumatið ætti að vera til þess að kanna áður en lán væri veitt hvort viðkomandi gæti staðið undir þeirri greiðslubyrði er yrði eftir lántökuna með hliðsjón af tekjum viðkomandi.
Hver er reynslan af þessu greiðslumati?
Reynslan af greiðslumatinu er nákvæmlega sú sama og var síðustu 80 til 100 árin í íslensku bankakerfi. M.ö.o. ef viðkomandi væntanlegur lánþegi ekki á vin, ættingja eða annars konar velgjörðarmann innan bankakerfisins fær hann/hún ekki lán.
Eftir viðtöl við all marga aðila sem farið hafa í greiðslumat sem hafa fengið synjun á láni frá bönkum og lánastofnunum hefur komið fram hve rotið þetta kerfi er.
Fólk sem býr í leiguhúsnæði og greiðir 140 þús. upp í 220 þúsund krónur í leigu á mánuði hefur verið synjað um lán þar sem greiðslubyrðin af láni sem óskað var eftir yrði 70-120 þúsund krónur á mánuði.
Þegar lána- eða bankastofnanir eru krafðar um skýringu er í fyrstu neitað um skriflegar skýringar á niðurstöðum útreikninga og þarf að beita hörku til þess að skilað sé skriflegum skýringum svo hægt sé að sjá samhengi í niðurstöðum.
Það skal tekið fram að umrætt greiðslumat er leið stjórnvalda til þess að láta íslendinga greiða upp í það tap sem varð vegna fjármuna er hurfu í bankaránunum. Greiðslumat í banka kostar tæpar 10.000 krónur.
Þegar bornar eru saman niðurstöður greiðslumats hjá tveimur eða fleiri stofnunum eru forsendur útreikninga ekki á neinn hátt í takt við raunveruleikann. Það eru ekki sömu grunnþættir notaðir hjá tveimur eða fleiri stofnunum við umrædda útreikninga ef eitthvað er að marka þau gögn er fengist hafa. (Ath. Undirritaður fór fram á greiðslumat í þeim tilgangi að sjá svart á hvítu hvað þarna væri um að ræða. Hafði enga þörf fyrir lánsfé).
Sem dæmi um þá heimsku er ræður ríkjum hjá lánastofnunum er það að viðkomandi greiðslumatsþegi er skildaður til að eiga bifreið samkvæmt útreikningum er fengist hafa frá þessum aðilum með tilheyrandi kostnaði upp á hundruð þúsunda á ári (ath. Undirritaður á ekki bifreið). Rekstrarkostnaður heimilis var 70.000 krónum hærri á mánuði en raunkostnaður.
Þrátt fyrir að undirritaður legði til hliðar 140.000 kr. í hverjum mánuði var niðurstaða greiðslumats samkvæmt útreikningum af hálfu starfsmanna viðkomandi stofnunar að eftirstöðvar væru aðeins 89 kr. á mánuði til að endurgreiða lánið.
Annað dæmi kona í góðri stöðu sem greiðir 190.000 kr. í húsaleigu á mánuði var synjað um lán til íbúðarkaupa þar sem greiðslubyrði af láninu yrði nálægt 140.000 krónur á mánuði. Var henni synjað um lánveitingu af þremur lánastofnunum. Konan hafði áhuga á að lækka leigukostnaðinn og greiða sjálfri sér húsaleiguna með því að eignast eigið húsnæði. Þess ber að geta sérstaklega að umrædd lán ef veitt eru verða að vera tryggð með veði í fasteign og verðmæti veðsins verður að vera að minnsta kosti 20% hærra en lánsfjárhæðin.
Á sama tíma og þessi skrípaleikur sem líkja má við fjárplógsstarfsemi af hálfu stjórnvalda og viðkomandi lánastofnana er skipulagslaust veitt lán án nokkurra trygginga til þeirra sem eru í náðinni hjá ráðandi öflum eða trygg vináttubönd og skyldleiki (ættartengsl).
Rétt þykir að benda á það að á sama tíma og umrædd fjárplógsstarfsemi er í gangi af hálfu lánastofnana er farið að krefjast greiðslu fyrir alla þjónustu bankakerfisins nema geymslu fjárins. Farið er að krefjast greiðslu fyrir að taka út fjármuni af bankareikningum og því stutt í að geymslugjaldi fyrir geymslu fjármuna verði komið á.
Ein er sú þjónusta sem farið er að bera á hjá bankastofnun og það er þjónusta sem fellur undir njósnastarfsemi í víðasta skilningi. Starfsmenn hringja í viðkomandi viðskiptaaðila sem á innlánsreikninga og tilkynna um nýja þjónustu bankans. Starfsmennirnir fari yfir reikninga viðkomandi og spyrja hvort það sé eitthvað sem hægt sé að gera fyrir viðkomandi reikningseiganda. Er þarna komið á fullkomið persónu njósnakerfi af hálfu viðkomandi lánastofnunar.
Ef að trygg veð hefðu verið fyrir öllum þeim milljörðum sem hurfu í lánveitingum til manna sem aldrei ætluðu sér að standa skil með endurgreiðslum á fjármagninu (þ.e. bankaránunum) stæði íslenskt samfélag betur í dag en raun ber vitni. Lánveitingar til framkvæmda sem aldrei stóð til að yrði farið í. Fjármagninu var velt á milli bankareikninga og gervifyrirtækja í mörgum löndum í þeim tilgangi einum að láta það hverfa úr augsýn íslenskra stjórnvalda.
Ummæli eins af stjórnendum lánastofnunar lét hafa það eftir sér í yfirheyrslum að hann hefði aldrei gefið fyrirmæli um að tiltekin lán væru veitt. Með þessu er hann að segja að hann sem slíkur, yfirmaður bankans, hafi aðeins verið nafn í stjórn bankans án þess að starfsmenn hans þyrftu að taka tillit til hans fyrirmæla. Ef þetta er rétt hjá honum hefði hann, ef einhver skynsemi var til hjá honum, átt að segja af sér eða aldrei að taka við starfinu. Yfirmenn framkvæmda, af hvaða toga sem er, eru ábyrgir fyrir gjörðum undirmanna sinna (mistökum eða afglöpum) vegna lélegrar stjórnunar eða lélegs eftirlits af hálfu yfirmannanna.
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2014 | 10:27
Fjölmiðlar og fréttamenn.
Í kastljósþætti að kvöldi miðvikudags 1. Október 2014 var athyglisvert viðtal við erlendan aðila sem hafði unnið að sjónvarpsefni þar sem tekið er á fréttum sem ekki koma fram vegna afstöðu fréttamanna og stjórnenda fréttamiðla í þá veru að fréttir megi ekki styggja stjórnvöld.
M.ö.o. ýjað er að því í viðtalinu að fréttir verða að vera stjórnvöldum þóknanlegar. Mátti skilja það sem svo að ótti eða annarlegir hagsmunir fréttamanna réðu því að fréttir væru ekki alltaf sannar heldur aðeins hálfsannleikur eða ósannindi og þjónaði hagsmunum stjórnvalda.
Frásögn þessa manns er mikill sannleikur um íslenska fréttamenn sem hafa hunsað að flytja fréttir af mannréttindabrotum dómara á Íslandi. Mannréttindabrotum sem framkvæmd eru í skjóli stjórnvalda og vísast þar til skrifa undirritaðs og greina Jóns Steinars Gunnlaugssonar um misnotkun dómara á valdi sínu. Greinar undirritaðs hafa ekki fengist birtar án skýringa af hálfu fjölmiðlafulltrúa.
Dómarar á Íslandi eru margir hverjir úr þeim hluta samfélagsins sem eru ribbaldar og lögbrjótar sem ættu að vera á bak við rimla fangelsis með öðrum kollegum sínum, það er lögbrjótum.
Þrátt fyrir að marg oft hafi verið leitað eftir aðstoð fjölmiðla við að koma stjórnvöldum í skilning um það að lögbrot dómara eru ekki síður alvarleg lögbrot en annarra þegna samfélagsins hefur ekki fengist neinn hljómgrunnur.
Samkvæmt lögum sem eru í gildi á Íslandi er dómurum aðeins heimilt að kveða upp úrskurði sína samkvæmt gildandi lögum í landinu. M.ö.o. að óheimilt (ólöglegt) er að kveða upp dómsúrskurð sem ekki hefur fullkomið gildi samkvæmt íslenskum lögum þar með talið að dómarar mega ekki byggja niðurstöður sínar á fölsuðum gögnum.
Ítrekaðar kröfur hafa verið gerðar til stjórnvalda um að leiðrétt verði lögbrot dómara þar sem notast hefur verið við fölsuð skjöl til að klekkja á öðrum málsaðila með ranglátum dómsúrskurði þá hafa stjórnvöld hunsað slíkar kröfur af ótta við þá smán og niðurlægingu sem íslenskir dómstólar og íslensk stjórnvöld yrðu fyrir.
Hefur verið farið fram á að skipuð verðri nefnd óháðra aðila (óháðum stjórnvöldum) til þess að fara yfir málsgögn, en skrifleg sönnunargögn um fölsun skjala er fyrir hendi í öllum tilvikum, og friðsamleg lausn fundin á milli stjórnvalda og þolendum lögbrotanna sem framkvæmd eru af dómurum.
Þeir aðilar sem þegnarnir eiga að snúa sér til þegar meint lögbrot eru framin, Lögreglan og Ríkissaksóknari, hafa neitað að rannsaka málin og borið við að skýrslur leiddu ekki til refsinga fyrir dómi. Þarna eru þessir aðilar búnir að taka að sér dómsvald sem þeir hafa ekki.
Þess má geta að einn hinna ákærðu í málunum er einn af æðstu mönnum lögreglu auk þess sem ráðuneytisstjóri í Innanríkisráðuneytinu er yfirhylmandi á lögbrotum. Þar með eru umræddir aðilar orðnir vanhæfir til þess að koma nálægt umræddum ákærum og engin önnur úrræði fyrir stjórnvöld en að skipa óháða aðila til að fara yfir umræddar kærur.
Það sem vekur mikla undrun er að þrátt fyrir að birtar hafi verið opinberlega ásakanir á hendur meintum sakborningum um lögbrotin, og þeir nafngreindir, hefur enginn þeirra treyst sér til að höfða mál á grundvelli löggjafar um meiðyrði. Sú afstaða þeirra að reyna að þegja og þar með þagga niður jafn alvarleg mál af hálfu aðila er játning af þeirra hálfu að um lögbrot hafi verið að ræða og þeir þora ekki að stefna undirrituðum fyrir meiðyrði þar sem þá yrði upplýst um hvers konar starfsemi hið íslenska réttarkerfi er. Má líkja íslensku réttarkerfi við Nazisma, Stalínisma og Maóisma og vísast þar til réttarkerfis sem kennt er við þessar stefnur hverja fyrir sig.
Ef það er stefna stjórnvalda að þegnarnir eigi að taka refsivaldið í sínar hendur þegar upp koma lögbrot sem stjórnvöld (þríhöfða þursinn) treysta sér ekki til að leysa úr vegna aðildar æðstu manna samfélagsins að lögbrotum þá er illa komið fyrir stjórnvöldum.
Umræddir aðilar eru réttarfarsnauðgarar þar sem réttarkerfinu er nauðgað af lögbrjótum í æðstu stöðum stjórnkerfisins.
Íslenskir fréttamenn hafa stungið hausnum í sandinn eins og sagt er að strúturinn geri þegar hann vill fela sig og vilja ekki gera neitt til að styggja stjórnvöld. Fréttamenn óttast að dómarar hefni sín á þeim með harðari dómum í meiðyrðamálum og þora því ekki að fjalla um mannréttindabrot á Íslandi sem eiga rót sína að rekja í dómskerfinu. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari hefur staðfest með skrifum sínum þá meinsemd sem felst í hefnigirni dómara hins íslenska réttarkerfis. Ennfremur hefur komið fram hjá honum J.S.G. að við úrskurð í málum sé þeim sem gera sér vonir um að komast í stöðu hæstaréttardómara, eins og héraðsdómurum, sé ekki treystandi til að úrskurða í málum án hlutdrægni.
Reykjavík 3. Október 2014
Kristján S. Guðmundsson
Árskógum 6
109 Reykjavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2014 | 10:54
Rasismi - Hvað er það?
Það er kallað rasismi að vera ekki sammála þeim sem hæst hafa og mestar kröfur gera til annarra. Ef þú ert ekki sammála mér ert þú rasisti að mati þeirra sem krefjast af öðrum það sem þeir girnast.
Bæði í ræðu og riti hefur komið fram að margir eru á móti byggingu á MOSKU á gróðurreitnum sem er á milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar.
Þessi gróðurvin hefur verið mörgum kær því ekki þarf að horfa á næsta húsvegg þegar farið er þarna um. Menn geta skerpt sjónina með því að horfa á eitthvað annað en næstu byggingu. Samkvæmt læknisráði er mönnum ráðlagt að líta upp frá tölvum af og til og helst af öllu að líta í kringum sig á það sem er í 100, 1000 metra fjarlægð eða meira því það skerpi sjónina.
Það að heimila byggingu Mosku á þessum stað er slík glópska að undrun sætir.
Hafa menn velt því fyrir sér að þegar komið er til Reykjavíkur og ekið niður Ártúnsbrekkuna að sjá þá mosku sem eitthvað kennileiti fyrir Reykjavík? Væri nær fyrir borgaryfirvöld að hugleiða hverslags skrímsli slík bygging yrði á þessum stað. Þeir sem hafa séð MOSKUR vita að þessar byggingar eru með stærri byggingum sem sjást og yrði ekki prýði að slíkri byggingu á þessum stað. Það ber einnig að athuga það að slík bygging yrði ekki kostuð af þeim fámenna hópi sem sestur er að á Íslandi og aðhyllist umrædd trúarbrögð. Byggingin yrði kostuð af olíugróða Mið-Austurlanda og yrði ekkert kotbýli.
Það væri vel gert ef einhver greindur maður með tölvuþekkingu kæmi af stað undirskriftasöfnun meðal Reykvíkinga þar sem mótmælt væri byggingu mosku á þessum stað.
Reykvíkingar ættu að vera minnugir þess þegar átti að byggja stórhýsi að norðanverðu við Suðurlandsbraut við Fjölskyldugarðinn. Var sett á stað undirskriftarsöfnun til að mótmæla öllum byggingum á því svæði og vildu menn stækka útivistarsvæðið. Enn sem komið er hefur ekki verið byggt á því svæði.
Væri nær fyrir borgaryfirvöld að finna annan stað fyrir umrædda byggingu og væri Hólmsheiðin kjörinn staður til þess.
Spyrja má hvort kvaðir munu fylgja slíkri byggingu sem moska er að ekki verði leyft að kalla til bæna með tveggja eða þriggja tíma millibili úr 20-30 metra háum turni eins og tíðkast við moskur.
Spyrja má borgaryfirvöld hvort einhverjar undirborðsgreiðslur séu í boði til að fá þá lóð sem um er rætt og hvort slíkt undirborðsgreiðsluboð komi frá Mið-Austurlöndum.
Íslendingar ættu að hugleiða það að trúarbrögð eru ekkert annað en tilraun mannsins til að skilja það óskiljanlega. Hvort lífið sé hluti af einhverri keðjuverkun (framhaldslíf). Þess vegna er yfirgangur í nafni trúarbragða eins og viðgengist hefur innan ákveðinna trúarbragða ólíðandi.
Fólki er frjálst að kalla mig rasista fyrir þessi skrif. Ég hef ekkert á móti þessum trúarbrögðum svo lengi sem þeir sem þau aðhyllast reyni ekki að troða sinni trú í mig eða aðra Íslendinga og þeir haldi sig innan ramma íslenskra laga.
Afskipti erlendis frá svo sem frá ríkjum múslima í Litlu-Asíu og ríkjum umhverfis það svæði á trúarstefnu Íslendinga á aldrei að líða og er framkoma borgarfulltrúa er nú sitja að völdum þjóðinni til skammar með undirlægjuhætti sem fram hefur komið gagnvart trúmálum á Íslandi.
Íslendingar eiga að huga vel að þessum málum í ljósi reynslu annarra Norðurlandaþjóða auk Bretlands svo og framkomu þessa trúarhóps gagnvart öðrum trúarbrögðum eins og reynslan sýnir í Írak og Sýrlandi svo og öðrum ríkjum þar sem þessi trúarbrögð eru stunduð.
Er þessi trúarhópur sem sest hefur að á Íslandi reiðubúinn til að gefa yfirlýsingu um að þeir muni aldrei misþyrma kynfærum kvenna eins og tíðkast í ríkjum þar sem þessi trúarbrögð eru ríkjandi.
Íslendingar ættu að hugleiða það með hraði hvort nauðsynlegt sé að setja skýr ákvæði í lög landsins þar sem lagt er blátt bann við slíkum misþyrmingum á konum. Einnig ætti að lögfesta skoðun á kynfærum kvenna er aðhyllast þessi trúarbrögð á tveggja ára fresti svo þessar aðgerðir séu ekki gerðar í skuggahverfum af skottulæknum trúarbragðanna. Skilyrðislaus brottvísun af landinu á að liggja við slíkum misþyrmingum og þá trúarhópnum sem heild. Huga þarf vel að því að þessum heittrúuðu takist ekki að flytja konur, stúlkur eða börn til annarra landa til að framkvæma slíkar misþyrmingar á kvennpersónum.
Er það rasismi að berjast fyrir heiðri kvenna og gegn misþyrmingum á konulíkama?
Það á ekki að breyta lögum eða reglum sem gilda í landinu fyrir aðflutta hópa. Ef þeir aðfluttu vilja vera hér á landi verða þeir að sætta sig við að fara eftir gildandi lögum og reglum í landinu.
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2014 | 14:53
Lagasetning Alþingis og íslenskt réttarfar.
Mistök við lagasetningu Alþingis er það að það sem er ekki bannað í lagatexta er leyfilegt að mati atvinnuþrasara á vegum auðmanna og stjórnenda fyrirtækja þótt það sé siðferðilega rangt að mati þorra landsmanna. Þetta er svo þrátt fyrir að það sé talið siðlaust af meginþorra landsmanna að atvinnuþrasarar á launum hjá auðmönnum telji að með lagasetningunni hafi Alþingismenn meint annað en orðanna hljóðan í lagatextanum.
Með þessu framferði auðmanna og atvinnuþrasara (lögmanna fyrirtækja) ríkir tvöfalt siðgæði í landinu.
Lög eru eingöngu sett til þess að auðvelda friðsamleg samskipti þegnanna en ekki til að skapa atvinnuþrösurum atvinnu.
Með vísan til þess að álit lögmanna á málaþrasi sem fer fram fyrir dómstólum þar sem margar skoðanir lögmanna koma fram er ljóst að þörf er á skýrari ákvæðum laga til að koma í veg fyrir það að íslenskt réttarkerfi sé atvinnubótavinna.
Þörf er á því að við lagasetningu þurfi að breyta um stefnu og lagatextinn sé þannig orðaður að fram komi í lagatexta það sem leyft er að gera í samskiptum manna og allt annað sé bannað.
Með þessari aðferð væri alltaf ljóst hvað mætti gera í skiptum manna í milli og hvað ekki.
Þessi óvissa sem atvinnuþrasarar þyrla upp þegar það hentar þeim og þeirra launagreiðendum yrði þá úr sögunni að 95% en ekki er fyrirsjáanlegt að 100% árangur næðist.
Þetta myndi létta á dómskerfinu og lögbrotum dómara með utanlagadómum sínum. Með þessu yrði að mestu komið í veg fyrir hefndaraðgerðir dómara gegn málsaðilum og lögmönnum þeirra.
Lagasetning alþingis virðist vera byggð upp á því að keyra í gegn afgreiðslur á lagatextum á síðustu einum til tveimur dögum löggjafarsamkundunnar hverju sinni þar sem fornaldar skipan er á störfum þingsins. Eru þetta í mörgum tilvikum lagatextar með mörgum göllum sem sniðnir eru fyrir lagaþrasarana til að gera ágreining út af með túlkun á orðanna hljóðan þótt annað hafi legið að baki. Þessi lagaþrasara túlkun nær fram að ganga þar sem allt er leyfilegt sem ekki er bannað.
Alþingis menn vinna ekki fullt vinnu ár eins og flestir aðrir þegnar landsins heldur er það slitið í sundur eins og tíðkaðist á þeim tíma þegar þingmenn þurftu að far heim til sín til að annast heyskapinn og um fengitímann. Þessi fornu vinnubrögð eru tímaskekkja og eiga Alþingismenn að skila fullu vinnuári eins og aðrir þegnar landsins. Að rjúfa þing vegna væntanlegra kosninga eins og gert er verður að teljast siðferðilega ranglátt þar sem hinn almenni þegn á ekki að þurfa að greiða fyrir kosningabaráttu þeirra er bjóða sig til þings og þar með taldir sitjandi þingmenn. Ef þingmaður þarf að heyja kosningabaráttu má veita honum launalaust leyfi frá þingstörfum.
Nauðsynlegt er ennfremur að koma því á að allur kostnaður við málarekstur fyrir dómstólum verði greiddur úr ríkissjóði og að dómurum verði gert ómögulegt að fara ekki að gildandi lögum við uppkvaðningu dóma eins og dómarar haf gert þar sem ekkert agavald er starfhæft þrátt fyrir ákvæði í lögum um refsingar fyrir misbeitingu valds sem dómurum er fengið í hendur. Þetta ákvæði yrði til þess að lög yrðu betur úr garði gerð þannig að hægt væri að fara eftir þeim (lögunum) án þess að eiga á hættu valdníðslu af hálfu fjármagnseigenda og dómara.
Ef það væri ljóst í lögum hvað væri leyfilegt að gera og allt annað bannað yrðu samskipti þegnanna á friðsamlegum nótum nema þeirra sem alltaf brjóta lög hvernig sem þau eru úr garði gerð. Það verður að viðurkennast að ákveðinn hluti af þegnum samfélagsins fara aldrei að lögum og hluti af þeim eru fjármagnseigendur sem svífast einskis, ef einhver gróði er í augsýn, með því að sveigja orðanna hljóðan í lagatexta.
Því miður er það svo að grunur læðist að mönnum að í sumum tilvikum séu undirborðsgreiðslur niðurstaða í dómsmálum en ekki texti laganna. Er það mest áberandi þegar skjöl sem augsjáanlega eru fölsuð og niðurstaða dómsins er byggð á þeim.
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2014 | 11:35
Okurstarfsemi íslenskra banka.
Með vísan til ábendingar frá neytendasamtökunum, sem birtist í fjölmiðlum, um gjaldtöku fyrir úttekt á peningum af bankareikningum einstaklinga sem bankarnir ætla að krefjast er rétt að geta eftirfarandi.
Það voru stjórnendur bankanna sem þvinguðu atvinnurekendur og launþega til að undirgangast kröfu bankanna að öll laun launþega yrðu lögð inn á bankareikninga starfsmanna. Var þetta gert til að falsa útkomu hjá hinum mörgu útibúum sem voru á þeim tíma. Gekk þetta svo langt að leyfi fyrir rekstri á bankaútibúi var háð því að velta útibúsins væri yfir tiltekinni fjárhæð.
Þetta varð til þess að Landsbankinn eða stjórnendur hans þvinguðu stjórnendur H.f. Eimskipafélags Íslands til að leggja laun starfsmanna inn á bankareikninga í útibúi Landsbankans
er stofnað var við Laugaveg 5-7 eða 9.
Var þetta slíkt óhagræði fyrir starfsmenn að þurfa að sækja laun sín í þetta útibú þar sem engin bílastæði voru við Laugaveginn og öll aðkoma óþægileg fyrir launþeganna.
Sambærileg þvingun var ennfremur framkvæmd af hálfu S.Í.S. Sambandi Íslenskra Samvinnufélaga sem þvinguðu starfsmenn sína til að sækja laun sín til sparisjóðs sem var stofnaður sérstaklega til að ná í veltufé fyrir SAMBANDIÐ. Fékk hann nafnið Samvinnusparisjóðurinn.
Einnig áttu sér samskonar þvinganir hjá öðrum sparisjóðs- og bankastofnunum. Launþegar létu þetta yfir sig ganga því það var ekkert afl í þjóðfélaginu til stuðnings við þá sem voru andvígir þessum þvingunaraðgerðum.
Ekki var það til hagsbóta fyrir launþega þessar þvingunaraðgerðir því vextir af þeim fjármunum sem lágu inni á þessum reikningum voru litlir sem engir.
Þessi þvingunaraðgerð var aftur á móti stór gróði fyrir fjármálafyrirtækin því alltaf lágu stórar fjárhæðir inn á reikningum margra. Þetta fjármagn sem lá inni á reikningum einstaklinga lánuðu bankastofnanir fimm sinnum hverja krónu til framkvæmdaaðila með þreföldum eða fjórföldum vöxtum sem einstaklingur, eigendur fjármagnsins, fengu fyrir sitt fé. M.ö.o. að fengi launþeginn 2 kr. í vexti á ári af 100 krónu inneign fékk bankinn 6-8 krónur af hverjum 100 krónum í útláni auk margs konar kostnaðarliða.
Um 20 árum seinna kom nýtt inn í starfsemi banka eða lánastofnana svokölluð kreditkort.
Kortum þessum var lætt inn með margs konar gylliboðum og fengu þeir sem voru útvaldir af þessum stofnunum slík boð. Þessa þjónustu fengu menn ókeypis á meðan neytendur voru að ánetjast þessari þjónustu. Þegar þetta hafði verið við lýði í nokkur ár án gjaldtöku brá svo við að þetta var orðin óhagstæð starfsemi hjá bönkunum að mati stjórnenda og farið að krefjast umtalsverðra greiðslna fyrir þjónustuna.
Það skal viðurkennt að þessi þjónusta veitti ákveðin þægindi fyrir einstaklinga en var jafnframt gróðabrall lánastofnana. Lánastofnanir kröfðust þess að svokölluð bankaviðskipti (innlánsreikningar) yrðu hjá þeim sem gáfu út kortin. Þar með var tryggt peningaflæði hjá stofnuninni.
Kostnaður við kreditkort eða debetkort hefur hækkað mikið án þess að viðunandi skýringar hafi fengist aðrar en okur bankastofnana og gróðabrall stjórnenda þeirra. Okurstefna stjórnenda banka og sparisjóða hefur fært þeim milljarða í tekjur umfram allan kostnað við reksturinn og sýnir það hvers konar fjárplógsstarfsemi á sér stað hjá þessum fyrirtækjum. Gróði hvers banka hefur verið milli 8 - 10 milljarðar á ári.
Þessi fjárplógsstarsemi hefur ekki skilað stjórnendunum bankanna nægum gróða til að hækka ofurlaun þeirra enn þá meir en þegar er orðið.
Góðir Íslendingar það styttist í það að bankarnir krefjist greiðslu fyrir að geyma sparifé ykkar og því er kominn tími til að launþegar taki út allt sitt sparifé til að sýna stjórnendum þessara fyrirtækja (banka) að þeir gangi of langt í sinni okur stefnu. Íslendingar ættu að huga að því að með okurstarfsemi bankanna er verið að greiða fyrir það tap sem varð í bankastarfseminni (bankahruninu) með innanbúðar bankaránum í bönkunum.
Ekki má gleyma því sem viðskiptaheimurinn kallar þjónustugjöld sem leggjast ofan á reikninga sem stofnanir og fyrirtæki senda. Er ekki hægt að líta á þennan þjónustukostnað nema sem þjófnað þar sem söluaðilum vöru og þjónustu ber skylda til að gefa upp verð með virðisaukaskatti og er það endanlegt verð þjónustunnar. Hin svokölluðu þjónustugjöld má líta á sem beinan þjófnað.
Því miður er það svo að græðgin verður of oft ráðandi afl hjá sumum stjórnendum og því þörf á að tukta þá til áður en önnur kollsteypa verði með nýjum innanbúðar bankaránum í íslenskum fjármálaheimi.
Viðvörun neytendasamtakanna sem áður er minnst á er tímabær og rétt að taka alvarlega. Er því tímabært og nauðsyn á að stoppa þá óheillaþróun sem stjórnendur bankastofnana hafa boðað með hinni nýju gjaldtöku.
Að auki er rétt að minnast á það að með notkun plastkorta (kreditkorta og debetkorta) er stóri bróðir (stjórnvöld) að fylgjast með öllum gjörðum einstaklinga er snerta verslun og viðskipti er fara í gegnum bankabókhaldið og þar með kortanotkun einstaklinga.
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2014 | 10:09
Opið bréf til Innanríkisráðherra. /Mannréttindabrot - Hvað er það?
Grundvallaratriði mannréttinda eru þau að allir þegnar viðkomandi ríkis séu jafnir fyrir gildandi lögum í landinu. Deila má um það hvort lög í einu landi séu vísbending um mannréttindabrot samkvæmt lögum í öðru ríki.
Fjölþjóða samþykkt er fyrir ákveðnum grundvallar reglum er varða mannréttindi sem flestar þjóðir hafa undirgengist sem lágmarks mannréttindi innan hvers þjóðríkis.
Grundvallaratriði þessa fjölþjóða samkomulags er að allir þegnar ríkisins séu jafnir fyrir lögum og megi ekki mismuna þegnunum á neinn hátt og alls ekki af hálfu dómsvalds (réttarkerfisins). Til að sporna gegn misnotkun stjórnvalda á dómskerfinu var komið á sameiginlegum dómstól ríkjanna til að skera úr ágreiningi er varða niðurstöður dómstóla viðkomandi ríkis.
Umræddur fjölþjóða dómstóll hefur ekki bolmagn til að sinna nema litlum hluta af þeim málum er þangað berast og sýnir því að víða er misbrestur á að farið sé að lögum. Má þar benda á að nokkrir dómar hafa fallið þar sem íslenska ríkið er rassskellt fyrir að misbjóða réttindum þegnanna á Íslandi.
Misbeiting dómara á mannréttindum þegnanna er réttarfarsnauðgun. Þessi misbeiting dómara á valdi sínu, í starfi dómara, sínir að innan dómarastéttarinnar eru misyndismenn sem svífast einskis, svívirðileg skítseiði.
Hver er möguleiki þeirra þegna, sem verða fyrir réttarfarsnauðgunum af hálfu dómara, til að fá leiðréttingu sinna mála?
Því miður er svarið það að viðkomandi þarf að taka refsivaldið í eigin hendur ef hann vill ekki standa undir því að vera nauðgað af dómara.
Þrátt fyrir skýr ákvæði í gildandi lögum um að dómari skuli aðeins fara að gildandi lögum landsins í úrskurðum sínum þá er samtrygging og yfirhylmingar stefna þeirra er eiga að taka við kærum vegna lögbrota dómara slík að allar kærur um lögbrot dómara eru svæfðar með aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda (framkvæmdavalds). M.ö.o. dómarar komast upp með lögbrot án viðurlaga sem aðrir þegnar samfélagsins þurfa að undirgangast.
Aðgerðarleysi þessara aðila (Innanríkisráðuneytis, Ríkissaksóknara og lögreglu) er byggt á ákvæði í lögum þar sem viðkomandi aðilar hafi sjálfdæmi í því hvort mál verði rannsakað.
Þessir aðilar telja að þjófnaður á blóðmörskepp sem kostar 400 krónur sé alvarlegri glæpur, og beri að refsa fyrir hann, en þjófnaður dómara, sem með utanlaga dómi sínum stelur milljónum króna verðmætum af málsaðila til að þóknast vinum og kunningjum eða af tómum hefndarþorsta dómarans, er látið refsilaust.
Þetta er látið viðgangast í íslensku réttarkerfi þrátt fyrir ákvæði í lögum um refsingar fyrir brot í opinberu starfi af hálfu dómara.
Hér með er Innanríkisráðherra send viðvörun um að verði ekki brugðist við af hálfu ráðherra og fundin viðunandi lausn á þeim mannréttindabrotum sem framin hafa verið af meintum réttarfarsnauðgurum verður gripið til aðgerða sem engum kemur til með að hugnast t.d. aflífun eins af nauðgurunum.
Ráðherra er hér með bent á að margir eru reiðubúnir til að leggja mikið á sig til að halda réttindum sínum gagnvart nauðgurum. Ráðherrann getur sent svartstakkana (SS sveitina) sína til að sína vald sitt en þá er kominn grundvöllurinn til að koma smán ríkisvaldsins á framfæri. Smán ríkisvaldsins sem hefur reynt að hylma yfir glæpi sem framdir eru í nafni ríkisvaldsins eða í skjóli ríkisvaldsins með yfirhylmingum á lögbrotum dómara.
Ráðherra er jafnframt bent á að ráðuneytisstjóri hans er einn af þeim sem hefur staðið að yfirhylmingum á lögbrotum dómara.
Ef einn nauðgarinn þarf að fara á vit feðra sinna til að vekja ráðherrann til lífsins um þann alvarleika sem réttarfarsnauðganir eru og framdar í íslensku réttarkerfi í skjóli ráðuneytisins þá verður svo að vera.
Kristján S. Guðmundsson
Kt. 2209342769
Árskógum 6
109 Reykjavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2014 | 16:20
Sjálfsvíg og fréttamenn.
Íslenskir fréttamenn ættu að skammast sín fyrir að smjatta á fregnum af andláti fólks þegar talið er að viðkomandi hafi framið sjálfsvíg.
Andlát hins þekkta bandaríska leikara var á ósmekklegan hátt meðhöndlað af fréttamönnum á Íslandi sem einhver verslunarvara. Íslenskir fréttamenn ættu að skammast sín fyrir aðkomu sína að umræddu máli.
Á það skal bent sérstaklega að fréttamenn mismuna látnum aðilum með fréttum sínum ef þeir sjá einhvern ávinning fyrir eigin hagsmuni af fréttinni. Því miður er það svo að margir taka sitt eigið líf þegar þeir eru orðnir þreyttir á lífinu og sjá ekki neinn tilgang með því að lengja líf sitt. Þetta er einkamál hvers og eins og kemur fréttamönnum ekkert við.
Fréttamenn ættu að sína þá lágmarks kurteisi að skýra frá láti hvers sem er ef farið er fram á það af aðstandendum hins látna, en ekki að geta á hvern hátt viðkomandi andaðist. Ekki skiptir máli á hvern hátt einhver deyr. Ekki er skýrt frá því að um sjálfsvíg hafi verið að ræða þegar menn aka svo ógætilega að þeir láta lífið og jafnvel fleiri.
Því miður er það svo að í sumum tilfellum er atburðarásin í alvarlegum ökuslysum á þann veg að draga má þá ályktun að viðkomandi hafi viljað deyja. Menn sem fara einir í óbyggðaferðir þrátt fyrir viðvaranir og skila sér ekki til byggða er hægt að telja sem sjálfsvíg.
Fréttamenn ættu að sína hinum látnu þá virðingu að slepp úr fréttinni að um sjálfsvíg hafi verið að ræða því fréttamenn gera sér enga grein fyrir því hver ástæða slíkra aðgerða er. Eru jafnvel dæmi um að ósvífin mannréttindabrot af hálfu stjórnvalda hafi leitt til þess að viðkomandi sá ekki tilgang með lengra lífi.
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2014 | 11:06
Opið bréf.
Ríkisútvarpið /sjónvarp.
B/t Útvarpsstjóra
Með vísan til þáttar sem nefnist Kastljós og er sýndur hjá þessari stofnun óskast eftirfarandi upplýst með skriflegu svari.
1. Er þessi þáttur ætlaður áhorfendum sjónvarpsins sem greiða kostnað við rekstur stofnunarinnar eða er þetta einkavöllur starfsmanna stofnunarinnar?
2. Er þessi þáttur ætlaður til þess að starfsmenn stofnunarinnar geti sýnt pólitískan hroka sinn með því að reyna að lítillækka þá sem ekki eru sama sinnis í pólitík?
Ástæða þessara spurninga eru ósiðleg og ókurteis framkoma spyrils er annaðist að spyrja Innanríkisráðherra sem var fyrir svörum í þættinum 26. Ágúst.
Spyrillinn var eins og gjammandi hundur spyrjandi sömu spurninga aftur og aftur án þess að ráðherra fengi tíma til þess að svara. Spyrillinn greip fram í (gelti eins og hundur) strax og ráðherra var byrjaður að svara og kom með spurningu um allt annað málefni en fyrri spurning sem beint hafði verið að ráðherra.
Við áhorfendur íslenskir þegnar vorum að bíða eftir svari frá ráðherranum en ekki gelti í spyrjandanum þannig að hvorki spurningar né svör skyldust.
Þessi kastljósþáttur var slík smán fyrir Sjónvarpið og er þetta ekki í fyrsta skipti sem starfsmenn þessa þáttar hafa reynt að gera lítið úr þeim sem spurður er með þessu sífellda gelti spyrjandans augljóslega til að lítillækka pólitískan andstæðing.
Pólitískur þankagangur þessara starfsmanna er svo augljós ef borið er saman þættir þar sem pólitískir samherjar eru spurðir.
Ríkissjónvarpið er sjónvarp allra landsmanna hvar í pólitík sem þeir eru og starfsmenn stofnunarinnar hafa ekkert leyfi til þess að misnota aðstöðu sína eins og þarna átti sér stað. Er það talið brot á lögum að opinber starfsmaður noti starfsaðstöðu sína sjálfum sér og sínum til persónulegs ávinnings umfram laun sín.
Er kominn tími til þess að útvarpsstjóri sjái sóma sinn í að umrædd stofnun verði fyrir alla landsmenn en ekki gjammandi hunda sem sagðir eru vinna hjá stofnuninni.
Er óskað eftir skriflegu svari útvarpsstjóra við þeim spurningum sem lagðar eru hér fram.
Reykjavík 29. ágúst 2014
Kristján S. Guðmundsson
Árskógum 6
109 Reykjavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)