Fréttamennska og falsfréttir.

Sannleikurinn þvælist fyrir fréttamönnum eða ósannindin seljast betur.

Í marga mánuði hafa íslenskir fréttamenn haft frammi svívirðingar um forseta Bandaríkja Norður Ameríku og stjórnvöld þar í landi fyrir framkomu sína gagnvart fólki sem hefur viljað komast til BNA frá Mexico og víðar. Helstu rök í fréttunum hafa verið harðar ákúrur á stjórnvöld BNA vegna aðskilnaðar barna og foreldra við landamærin.

Fréttamenn hafa ekki haft fyrir því að skýra frá staðreyndum í málunum.

Af hálfu Bandaríkjanna var farið út í það að framkvæma svokallaðar DNA rannsóknir á hinum svokölluðu foreldrum og hugsanlegum börnum þeirra. Við slíkar rannsóknir kom fram að hinir svokölluð foreldrar gátu ekki verið það (líffræðilegir foreldrar) samkvæmt DNA rannsóknum og það sem verra var að fram kom að sum börnin komu oftar en tvisvar með nýjum og nýjum falsforeldrum. Höfðu þessi börn verið seld í hendur falsforeldra í von um að falsforeldrarnir fengju landvistarleyfi ef þau kæmust yfir landamærin. Er þar komin skýringin á því að enn eru börn í vörslu Bandarískra yfirvalda þar sem ekki hafa fundist neinir líffræðilegir foreldrar barnanna sem í sumum tilvikum hafa farið fleiri en eina ferð yfir landamærin.

Falsfréttamennska eins og viðhöfð hefur verið í þeim eina tilgangi að sverta stjórnvöld í USA í þessum málum sýnir hvað rotið hugarfar býr að baki margra ósannra frétta sem dreift er sem heilögum sannleika.

Væri mikið fengið ef íslenskir fréttamenn sneru sér að því að birta sannar fréttir erlendis frá og af innlendum vettvangi en létu ekki falskar upplýsingar frá sér fara aðeins vegna þess að falsfréttir seljast betur sem æsifréttir en sannleikurinn. Að auki er ástæða falsfrétta pólitískur ofstopi sem hrjáir margan fréttamanninn/konuna.

5. september 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband