Múgæsing.

Hálfsannleikur fréttamanna hefuur leitt til múgæsinga í garð Ríkislögreglustjóra.

Lélegir fréttamenn hafa ekki haft vit (eða gert af ásetningi til múgæsinga) á því að spyrja alla þá sem kallaðir hafa verið fyrir í fréttum “um hvaða” lögbrot Ríkislögreglustjóri hafi framið sem valdið geti starfsmissi hans.

Þeir sem muna eftir stofnun embættis Ríkislögreglustjóra fyrir nálægt 20 árum muna eftir því að óánægja var með skipan Ríkislögreglustjórans þar sem svo virtist að hann væri ekki réttu megin í pólitík.

Síðan hefur aldrei verið friður með starf hans af hálfu mótmælenda sem alltaf þykjast vita betur en hann.

Það sem vekur furðu er að í öllum ásökunum og mótmælum hefur hvergi komið fram að Ríkislögreglustjóri hafi brotið lög með sínum aðgerðum heldur virðist sem hann hafi ekki hlýtt skipunum frá undirmönnum sínum.

Er hér með skorað á þá hávaðaseggi innan lögreglunnar sem hæst væla um afsögn Ríkislögreglustjóra að þeir leggi fram sannanir fyrir lögbrotum hans eða biðjist afsökunar á frumhlaupi sínu. Það er alþekkt frá mannleysum mannkynsins að stofna til múgæsinga þegar viðkomandi æsingamenn fá ekki að ráða ferðinni og skoðanir þeirra eru ekki númer eitt á listanum.

Í fréttum hefur komið fram að um sé að ræða eitthvað er varðar bílamál lögreglunnar og fatamál. Þegar upplýst var um ákvæði laga sem skyldaði Ríkislögreglustjóra til að skila tiltekinni fjárhæð til ríkisins vegan bílamála á hverju ári var eins og orðið hefði ketilsprenging hjá hinum æstu lögreglustjórum því ekki hefur verið minnst á bílaokur Ríkislögreglustjóra síðan.

Það er létt verk hjá múgæsingamönnum að sverta mannorð fólks með fölskum fylllyrðingum eins og virðist stefnt að með þessum múgæsingum innan lögreglunnar. Þegar margir vilja ráða (stjórna) verður að lokum stjórnleysi. Það hefur aldrei verið talið til bóta að hafa marga skipstjóra á sama skipi og eins er það með stjórn lögreglunnar.

Þegar Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki sinnt störfum sínum samkvæmt ákvæðum laga varðandi rannsókn 5 kærumála á hendur dómurum, vegan lögbrota við störf sem dómarar hafa framkvæmt, af ótta við það hneyksli sem það ylli í réttar- og stjórnkerfinu þegar upplýst yrði um skipulagða glæpastarfsemi sem viðgengst innan dómskerfisins er ljóst hvar spillingin er. Spillingin er hjá þeim sem telja að aðrir séu spilltir þegar þegar þeir þora ekki að fara að lögum eins og lögreglustjórinn á Reykjavíkursvæðinu (Höfuðborgarsvæðinu).

Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu hefur ekki þorað að stefna/ákæra undirritaðan fyrir greinaskrif um störf sín og lögreglunnar af ótta við að allur sorinn í störfum dóms og réttarkerfisins kæmi fyrir almenningssjónir þegar skýrslur yrðu teknar vegan málanna.

Þrátt fyrir ákvæði hegningarlaga um rangar meintar sakargiftir á hendur lögbrjótum dómskerfisins hefur lögreglustjórinn ekki þorað í aðgerðir vegan þeirrar vitneskju er liggja fyrir í framlögðum gögnum að allar ákærur á hendur dómurum eru sannar.

Auðvirðulegur og ærulaus Lögreglustjóri á Höfuðborgarsvæðinu ætti að vera fyrstur til að segja af sér embætti vegan spillingar og lögbrota í starfi. Rétt þykir að benda Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á að agagvald stjórnvalda nær svo langt sem lög leyfa en séu þegnarnir ekki varðir fyrir glæpum af hálfu stjórnenda landsins (þríhöfða þursanum) færist refsivaldið til þeirra einstaklinga sem stjórnvöld hafa brotið á og vísast þar til fyrri viðvarana til stjórnvalda.

Reykjavík 25. september 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Blessaður Kristján!

Mjög góður og þarfur pistill.Flottur penni.

Kv af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 25.9.2019 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband