Vanstjórnun lýðveldisins Íslands.

Enn og aftur er hafin barátta við vanhæfa stjórnendur hins íslenska efnahagskerfis.

Vegna eigin hagsmuna fárra einstaklinga í íslensku samfélagi er sífelld barátta verkalýðsins fyrir mannsæmandi launum sem hægt sé að lifa af án þess að sinna tveimur störfum með sextán tíma vinnu á sólarhring.

Þessir vanhæfu stjórnendur íslenskra þjóðmála hafa fjórföld og upp í yfir tuttugu fold laun þeirra sem lægstu laun hafa. Hinir duglausu aumingjar sem stjórna landinu í eigin þágu en ekki almennings vilja engar breytingar á launahlutföllum þessa afætuliðs sem er með margfaldar launatekjur með hliðsjón af lægstu launum.

Launakröfur stéttarfélagsins Eflingar í baráttunni við stjórnendur Reykjavíkurborgar vilja fá stærri bita af köku þjóðarbúsins. Þessi krafa á fullan rétt á sér ef tekið er mið af launum þeirra sem hafa martgföld laun þeirra sem eru í baráttunni.

Stjórnendur landsins sem virðast vera vanhæfir til flestra verka er lúta að stjórnmálum hunsa að nota eina tækið til virkrar stjórnunar á efnahag landsins sem er skattaálagning.

Með víðtækri stjórnun fjármála landsins með skattaálagningu á óraunhæfar ofurtekjur ákveðinna hópa þjóðfélagsins væri hægt að koma í veg fyrir landlægan ósóma sem kallast verðbólga af völdum vanhæfra eða óhæfra stjórnenda landsins.

Laun bankastjóra Arionbnka auk margra annarra aðila í sjálftökuliði landsmanna varðandi laun í íslensku þjóðfélagi þá verður aldrei friður fyrr en fengnir verða hugrakkir ósérhlífnir aðilar til að stjórna landinu. Þetta þurfa að vera aðilar sem ekki nýta sér til eigin ágóða að vera í stjórnuanrstarfi fyrir þjóðina.

Sjálftökuliðið í íslensku samfélagi sem ræður sjálft hvað það tekur sér í laun verður aldrei stjórnað nema með lögum um stighækkandi tekjuskatta til að koma í veg fyrir þá óðaverðbólgu sem viðgengist hefur á Íslandi síðustu áratugina með gengisfellingu hins íslenska gjaldmiðils og verkföllum. Réttlætanlegt væri að tekjuskattur yrði 70% af ofurlaunum upp á 7.000.000 kr. á mánuði.

Agaleysi og eiginhagsmunagæsla sjálftökuliðsins er vandamál í íslensku samfélagi. Til sjálftökuliðsins teljast þingmenn og aðrir er ráða sjálfir hver laun þeirra eru.

Orðagjálfrið í þeim sem telja að ofurlaun eigi að greiða þeim sem ganga menntaveginn og njóti háskólamenntunar er broslegt. Þessa menntun hljóta allir að stórum hluta af fjárframlagi almennings og þar með þeirra sem eru á lægstu launum. Þar með er ekki neitt réttlæti í ofurlaunum eins og þreföldum eða fjórföldum lægstu launum (eða allt að tuttuguföld lægstu laun) til þingmanna og annarra stjórnenda landsins.

Hugrekki stjórnenda verkalýðsfélagsins Eflingar verður hugsanlega hvati að breyttu stjórnarfari í landinu til sanngjarnari skiptingar þjóðartekna en sjálftökuliðið ráði ekki ferðinni.

Reykjavík 15. febrúar 2020

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband