Dagur íslenskrar tungu

Einn dagur ársins er kallaður þessari spaugilegu framsetningu og virðist alltaf sem um sé að ræða jaraðför þessa tungumáls er kallað er íslenska.

Með vísan til þeirrar háðungar sem íslenskt mál verður fyrir af framámönnum þjóðarinnar er ljóst að íslenskt tungumál líður undir lok innan ekki langs tíma.

Er löngu tímabært fyrir ráðamenn þjóðarinnar sem flagga þessu fræga tungumáli einu sinni á ári að hefja þegar í stað aðgerðir þegar í stað líkt og átti sér stað á árunum 1930 til 1950 til bjargar tungumálinu er kallað var íslenska. Sú aðgerð virðist hafa tekist vel því mikið af erlendu angurefni var losað úr málinu. Eitt frægasta dæmið úr þeirri baráttu er ábaending eins af skólameisturum er hann þuldi yfir nemendum sínum “Við notum ekki orðið að bruge (dönsku sletta) heldur brúkum orðið að nota. Slettararnir skyldu sneiðina og þessi danska sletta datt uppfyrir hjá fólki.

Það er eðlilegt að málið þróist við tilkomu nýrra þátta í tilverunni sem þarfnast skýringa s.s. tækninýjunga og þróunar þátt í lífinu en óafsakanlegt er afskræming tungumálsins eins og einn fréttamaður í íþróttum á Stöð 2 viðhefur. Allt sem hann kemur nálægt og útskýrir er annaðhvort GEGGJAÐ eða GEÐVEIKT og þegar hann birtist á skjánum virðist hann vera geðveikur samkvæmt framkomu og útliti.

Ekki má gleyma þeim fjölda erlendra slanguryrða sem margir nota til að lýsa kunnáttu sinni í erlendum tungumálum og upplýsa þar með skort á skynsemi þegar þeir kom fram í ljósvakamiðlum.

Með vísan til áhrifa er stjórnvöld gætu haft á jákvæða þróun tungumálsins er að allt fjölmiðlaefni verði ritskoðað líkt og gert er hjá erlendu sjónvarpsstöðvum þar sem greinilega kemur fram að orð og setningar eru þurrkaðar út eða ruglaðar þegar óæskilegt orðafar er notað af þeim sem fram kemur. Stjórnvöld ættu að setja stífar reglu fyrir leyfi til reksturs fjölmiðla um að íslenskt mál sé notað en ekki fúll kokteill íslensku og erlndra slanguryrða. Með því móti væri hægt að fyrirbyggja heimskulega tjáningarbreytingu á íslenskum orðum eins og fréttamaðurinn gerir og margir íslendingar þegar neikvæð orð eru notuð jákvætt eins og geggjað og geðveikt ásamt fleiri neikvæðra orða sem notuð eru hafa fengið breytingu hjá sumum Íslendingum.

Það yrði of langur listi til birtingar að setja fram öll þau orð úr erlendum tungumálum sem notuð eru af fólki í sýndarmennsku sinni til að sýna kunnáttu sína í erlendum tungumálum.

Ef stjórnvöld bregðast ekki við og reyna að stöðva öfugþróun tungumálsins verður árlegur “DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU” minningardagur um merkilegt tungumál í framtíðinni.

Reykjavík 17. Nóvember 2019.

Kristján S Guðmundsson

Fv. skipstjóri


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband